Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 49
209
Eftir sólarhrings dvöl við Geysi í Haukadal komum við
þegar næsta dag seint um kvöldið til Brúarárfossins (sjá
mynd 6), sem er einnig einkennilegt straumfall, með því að
Brúaráin rennur þar afarbreið yfir ótéljandi sundurslitna hraun-
kletta; og enn ein dagsreið vestur á bóginn flutti okkur til hins
helgasta staðar á íslandi, Eingvalla og Öxarárfossins (sjá
mynd 7) í Almannagjá, þess staðar, sem hinn enski stjórnvitringur
Dufíerin lávarður einu sinni hefur sagt um, að það sé þess vert
að fara umhverfis alla jörðina einungis til þess að sjá hann.
Síðasti fossinn, sem ég hér birti yður mynd af, kæru lesendur,
er hann Glanni (sjá mynd 8) í Norðurá í Brekkuhrauninu, skamt
frá Arnarholti í Mýrasýslu, þar sem ég var einn á ferðinni, með
því að Bjarni minn og Indriði voru farnir beint heim frá Hvammi,
eins og ég gat um í byrjun þessarar greinar.
Jæja, hún var undursamleg, þessi ferð mín á íslandi sumarið
1905, og aldrei mun ég gleyma þeim sælutímum, sem ég hef
lifað hjá þér, eldgamla, ástkæra ísafold! Margt gott og fagurt
hafði ég heyrt og lesið um þig, þú mikla kynjaland, áður en ég
fór til þín; en nú, er ég hef séð þig með eigin augum, veit ég,
að aldrei mun nokkurt land þykja mér fegra, aldrei mun nokkurt
land verða mér kærra en einmitt þú! Og sannast þá aftur rétt
einkennilega hinn gamli málsháttur: »Sjón er sögu ríkari.«
í júní 1906. Varel í Oldenburg.
Athugasemd. Myndirnar í ritgerð þessari eru teknar af höfúndinum sjálfum.
Hann hefir og sjálfur samið ritgerðina á íslenzku. RITSTJ.
Anatole France.
Georg Brandes kveður svo að um frakkneska rithöfundinn Ana-
tole France, að enginn þeirra manna, sem nú eru uppi, kunni betur
að halda á penna en hann.
France varð seint frægur, þrátt fyrir aðdáanlega ritsnild sína, og
kemu? það sjálfsagt til af því, að í bókum hans er mikið umhugsunar-
efni. Það væri mjög mikill misskilningur að ætla, að það séu beztu
bækurnar, sem eru mest lesnar. Þvert á móti. f'að sem í andlegum
efnum á að »þóknast miljóninni« — eins og Sbakespeare segir —
14