Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 13
173 af svitadaun, er oft mórautt og skjöldótt af óþrifum. Einkum hirða menn illa fætur sína, og er það hálfu verra vegna þess, að íslenzki skófatnaðurinn hlífir svo illa fótunum fyrir bleytu og for. Úldnar tær er andstyggilegur sóðaskapur. Ég þekki dæmi þess, að fólk gengur mánuðum saman í sömu nærfötunum, og að rekkjuvoðir eru ekki þvegnar nema í hæsta lagi einu sinni á ári. Rúmbrekán, rekkjuvoðir og ullarnærfötin taka við svo miklum óhreinindum áður en á þeim sést, að þvottur virðist óþarfur; en þegar þau loks eru þvegin, þykir ekkert duga nema að sjóða þau í keytu. Pannig er og ullin hreinsuð á vorin. Pessi keytuþvottur, sem enn þá er altíður upp til sveita, þekkist ekki mér vitanlega í nokkrum öðrum siðuðum löndum, enda verða allir útlendingar steinhissa, þegar þeir heyra hann nefndan. Keytu- þvottur var alsiða í öðrum löndum á miðöldunum, því þá höfðu allir einhverja tröllatrú á keytunni og álitu ekkert geta við hana jafnast sem þvottameðal, og hún var jafnvel notuð sem læknislyf gegn ýmsum sjúkdómum. En smám saman hafa menn farið að sjá, að þetta er mesti sóðaskapur og viðbjóður, sem jafnvel getur haft illar afleiðingar, þar eð ýmislegt óheilnæmi og ótal sótt- kveikjur getur falist í þvaginu. Nú þekkja menn líka ýms efni, sem fyllilega geta komið í staðinn fyrir keytuna sem þvottameðal. Sódi og heitt sápuvatn gjöra fyllilega sama gagn og ammoníakið í keytunni, og þessi efni eru nú svo ódýr, að engin ástæða virð- ist til að halda lengur fast við keytuna. Mér er altaf í barnsminni keytuþvotturinn í sveitinni. Marga daga á undan ullarþvottinum á vorin voru allir hvattir til að leggja sinn skerf til og láta ekkert þvag fara til spillis, en víðs vegar lagði þefinn af keytustækjunni úr pottum, sem suðu á hlóðum. Húsakynnum er víðast hvar svo háttað, að engan þarf að undra, þó töluvert vanti á að þrifalega sé um alt gengið. Petta á einkum við bæina með sínu gamla sniði, moldargólfi, moldar- veggjum, löngum bæjargöngum, ranghölum, með sótugum, kol- dimmum, reykfullum eldhúsum, búri og kompum o. s. frv. Al- staðar er lágt undir loft, sumpart er alt hulið myrkri, þar sem sólin sjaldan eða aldrei getur gægst inn, og sumpart eru glugg- arnir svo litlir, að varla sést til veðurs í gegn um þá. Um vind- augu til loftræstingar er varla talandi, þó í mæninum sé máske örmjór strompur. Baðstofan er vanalega alt of lítil í hlutfalli við mannfjöldann, sem hefst þar við, sefur og matast. Svona húsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.