Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 30
hana. Hún tók henni með einstakri ljúfmensku. Hún gat það líka því fremur, sem Sigurlaug ekki var tíður kirkjugestur. Erindið var, að Sigurlaug bað hana fyrir barnið, meðan hún færi í kirkju. Prestskonan horfði undrandi á hana, eins og hún vildi reyna að lesa út úr henni, hvað henni bjó í brjósti. En hún varð engu nær. Hún tók við barninu, og spurði Sigurlaugu, hvort hún ætti ekki að lána henni föt í kirkjuna, því hún var fremur illa til fara. Pað vildi Sigurlaug ekki. Hún bauð henni einhverja hressingu áður en hún færi í kirkj- una. Pað þáði hún ekki heldur. Hún hraðaði sér út, svo ekki yrði talað meira við sig. Pað tóku fáir eftir Sigurlaugu þegar hún gekk inn í kirkjuna. En systir hennar tók þó eftir því, og það var eins og hana grun- aði, að hún væri ekki komin í neinum góðum tilgangi, þótt hún fráleitt gæti hins rétta til. Sigurlaug tók sér sæti utarlega í kirkjunni. Hún sat þar nið- urlút og lét lítið á sér bera. En þeir, sem næstir henni sátu, tóku eftir undarlegum dráttum við og við í andlitinu á henni. Pað var eins og henni byggi eitthvað það í hug, sem hún þyrfti að hleypa í sik hörku til að framkvæma. Geirlaug gaf henni auga við og við. Guðsþjónustan fór fram eins og vant var. Söngurinn var hreint og beint garg og það var aumkunarlegt að heyra til prestsins fyrir altarinu. Pað er æfinlega aumkunarlegt að heyra menn gera það embættisskyldunnar einnar vegna, sem þeir geta ekki. En fólkinu þótti þetta alt saman gott og blessað. Pað hafði aldrei vanist öðru. En það skánaði talsvert, þegar presturinn var kominn upp í stólinn. Ræðan var raunar ekki áheyrileg og honum gekk illa að komast fram úr því, sem hann hafði skrifað á blöðin. En hann var svo góður og vel liðinn maður, blessaður gamli presturinn, að það var æfinlega ánægja að heyra hann tala um kærleika og krist- indóm. Þegar ræðunni var lokið, stóðu allir á öndinni. Nú kom það, sem var kjarninn í öllu saman, og sem fólkið hafði eiginlega farið í kirkjuna til að sækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.