Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 30

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 30
hana. Hún tók henni með einstakri ljúfmensku. Hún gat það líka því fremur, sem Sigurlaug ekki var tíður kirkjugestur. Erindið var, að Sigurlaug bað hana fyrir barnið, meðan hún færi í kirkju. Prestskonan horfði undrandi á hana, eins og hún vildi reyna að lesa út úr henni, hvað henni bjó í brjósti. En hún varð engu nær. Hún tók við barninu, og spurði Sigurlaugu, hvort hún ætti ekki að lána henni föt í kirkjuna, því hún var fremur illa til fara. Pað vildi Sigurlaug ekki. Hún bauð henni einhverja hressingu áður en hún færi í kirkj- una. Pað þáði hún ekki heldur. Hún hraðaði sér út, svo ekki yrði talað meira við sig. Pað tóku fáir eftir Sigurlaugu þegar hún gekk inn í kirkjuna. En systir hennar tók þó eftir því, og það var eins og hana grun- aði, að hún væri ekki komin í neinum góðum tilgangi, þótt hún fráleitt gæti hins rétta til. Sigurlaug tók sér sæti utarlega í kirkjunni. Hún sat þar nið- urlút og lét lítið á sér bera. En þeir, sem næstir henni sátu, tóku eftir undarlegum dráttum við og við í andlitinu á henni. Pað var eins og henni byggi eitthvað það í hug, sem hún þyrfti að hleypa í sik hörku til að framkvæma. Geirlaug gaf henni auga við og við. Guðsþjónustan fór fram eins og vant var. Söngurinn var hreint og beint garg og það var aumkunarlegt að heyra til prestsins fyrir altarinu. Pað er æfinlega aumkunarlegt að heyra menn gera það embættisskyldunnar einnar vegna, sem þeir geta ekki. En fólkinu þótti þetta alt saman gott og blessað. Pað hafði aldrei vanist öðru. En það skánaði talsvert, þegar presturinn var kominn upp í stólinn. Ræðan var raunar ekki áheyrileg og honum gekk illa að komast fram úr því, sem hann hafði skrifað á blöðin. En hann var svo góður og vel liðinn maður, blessaður gamli presturinn, að það var æfinlega ánægja að heyra hann tala um kærleika og krist- indóm. Þegar ræðunni var lokið, stóðu allir á öndinni. Nú kom það, sem var kjarninn í öllu saman, og sem fólkið hafði eiginlega farið í kirkjuna til að sækja.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.