Eimreiðin - 01.09.1906, Side 31
Pað var hjónalýsingin.
Hún hljóðaði raunar ekki öðruvísi en vant var. Alt var eins,
nema nöfnin.
Hún byrjaði á orðunum: Lýsist f annað sinn til hjónabands
með heiðarlegum persónum o. s. frv. og endaði á orðunum: Viti
nokkur meinbugi á þessu hjónabandi, þá segi hann til þess í tíma.
Lýsist til hjónabands með heiðarlegum — — Pað fór sem
ókyrðaralda um alla kirkjuna. Geirlaug gaut augunum í allar
áttir. Var hún kanske ekki heiðarleg? En ókyrðina lægði óðara,
svo það mátti eins vel segja, að það hefði verið misheyrn ein.
Svo leit Geirlaug fram í sætið til systur sinnar. Hana lang-
aði til að sjá framan í hana núna. Tillitið bar vott um illkvitnis-
legan unað og kindarlegt sigurhrós.
Sigurlaug sat grafkyr og leit ekki upp.
En þegar kom að síðustu orðunum: Viti nokkur meinbugi á
þessu, þá segi hann til þess í tíma. — Pá heyrðist eitthvert undar-
legt hljóð fram í kirkjunni, sem menn könnuðust ekki vel við.
Allir litu til Sigurlaugar, sem var staðin upp. Geirlaug leit
þangað líka og stóð á öndinni af ótta. Nornarsvipurinn var sem
strokinn burt af andliti hennar, og hún hefði viljað fórna miklu
til þess, að systir hennar settist niður án þess að segja nokkuð.
Sigurlaug stóð keik framan við sætið sitt. Enginn hafði séð
hana jafn upplitsdjarfa. Röddin titraði varla; hún var fastmælt og
skírmælt.
Hún lýsti meinbugum, sagði, að Jón Baldvinsson væri trúlof-
aður sér og faðir að barni sínu, og að þeirri trúlofun væri enn
ekki slitið.
Svo settist hún niður aftur. Hún hafði engin fleiri orð, engin
óþörf orð.
Allir störðu á hana meðan hún var að tala. Hún vakti al-
menna aðdáun, og hefði þetta farið fram í leikhúsi, en ekki kirkju,
þá hefðu eflaust allir klappað henni lof í lófa hvar sem verið hefði.
Hún var fríð sýnum, hún var kvennleg, hún var beinlínis
sköruleg, þar sem hún stóð þarna í miðri kirkjunni; fátæklega til
fara, og hélt fram rétti sínum og barnsins síns.
Presturinn gamli stóð eins og steini lostinn uppi í »pontunni«
og glápti vandræðalega út yfir söfnuðinn. Pað var eins og hann
væri að bíða eftir vissu um það, hvort sér hefði heyrst rétt.
Annað eins hafði aldrei komið fyrir í söfnuði hans.