Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 2
2 jafnvel þó hinar verklegu framfarir séu miklar. Furðugamlar skoð- anir haldast í afkimum og afdölum menningarinnar og það er al- kunnugt, að mörg almúgahjátrú, sem enn lifir góðu lífd og stund- um grípur þá, sem mentaðir eiga að heita, eitt sinn fyrir löngu, á bernskuskeiði þekkingarinnar, hefir verið hágöfug vísindi, sem engum datt í hug að vefengja. Pegar vísindamennirnir rannsaka náttúruna, verða þeir oft að fikra sig áfram með tilgátum (working hypotheses), sem tilraun- irnar smátt og smátt sanna eða fella, og getur það oft tekið lang- an tíma áður menn eru búnir að fá nokkurnveginn fulla vissu fyrir því, hvort tilgátan sé rétt eða röng. Tilgátur þær, sem mest afl hafa og sennilegastar þykja, eru kaliaðar fræðikenningar (theóríur), þegar þær hafa töluvert fylgi vísindamanna, án þess þó að vera fullsannaðar. Slíkar kenningar hafa oft verið til mikilla fram- fara fyrir vísindin, jafnvel þó þær seinna hafi reynst rangar; þær hafa leitt til ágætra rannsókna, sem mikla þýðingu hafa haft; aðrar ágizkunar-kenningar hafa aftur á móti teymt menn aftur á bak, stundum út í ógöngur og foræði. Vísindamennirnir vita vel, hvers virði slíkar kenningar eru, skoða þær aldrei sem óyggjandi sannindi, heldur sem verkfæri eða smíðatól. Oðru máli er að gegna með rithöfunda og blaðamenn, þá vantar vanalega þekk- ingu og hugsunarþrek til þess að kryfja vísindalegar kenningar til mergjar, og draga því oft út af þeim ályktanir, sem ekki mundu þykja leyfilegar frá vísindalegu sjónarmiði; en þeir fá áheyrn lýðsins og breiða því oft út um veröldina ómeltar og hálfmeltar hugmyndir um þau efni, sem enginn í raun réttri getur haft fulla vitneskju um, og almenningur tekur á móti þeim sem óyggjandi sannindum. Svo þegar einhver getgátan reynist röng, er vísindunum oft kent um kenningar, sem þau enga ábyrgð hafa á og aldrei hafa knésett eða kannast við að væru annað en ágizkanir. Vísindin eru sístarfandi að því að draga saman sannreyndir og reynslugreinir þær, sem mannvitið finnur innan þeirra tak- marka, sem því er sett, en út fyrir sitt eigið hyggjuvit kemst maðurinn ekki. En einmitt á takmörkum mannlegrar skynjanar og iyrir utan hana er margt af því, sem manninn langar mest til að vita eitthvað um; skáld og heimspekingar láta stundum ímynd- unaraflið hvarfla um þessar eyðimerkur, sem vísindin aldrei geta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.