Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 11

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 11
Menn hafa reynt að skýra þetta svo, að atóm-brot losist við efnabreytinguna og hverfi burtu, án þess hægt sé að handsama þau með þeim verkfærum, sem nú eru til. Af þessu sést, að vísindamenn efast um alt og prófa alt, jafnvel þann grundvöll, sem fræðikerfi. þeirra eru bygð á. Sumir heimspekingar hafa þegar fyrir löngu neitað því, að nokkurt efni væri til, aflið eitt væri nóg til þess að framleiða öll fyrirbrigði veraldar. En annars eru allir náttúrufræðingar sammála um það, að enginn viti eigin- lega neitt um hið insta eðli náttúrunnar. Sumir frægir eðlisfræð- ingar, eins og t. d. Poincarc, mótmæla því fastlega, að hægt sé og rétt að tileinka alheiminum öllum þau náttúrulög, sem vér finnum með verkfærum vorum og tilraunum, eins og flestir heim- spekingar gera. Vér vitum í raun réttri ekki hið minsta um al- heiminn sem heild, eða það sem liggur bak við tilveruna, það er og verður líklega ávalt fyrir utan takmörk mannlegs anda. Vísindin verða stundum að mynda sér grundvöll, sem þau skilja ekki og trúa ekki á, til þess að fá samhengi í ótal fyrir- brigði náttúrunnar og gera þau skiljanleg. Svo er með ljósvak- ann eða »eterinn«, sem menn hugsa sér ganga gegnum alla hluti og um alheim allan og fylla allan geiminn. Eðlisfræðingar geta ekki án hans verið, ljós, rafmagn, segulafl og margir aðrir nátt- úrukraftar væri alveg óskiljanlegir án þessa hugsaða, óendanlega, smágerða efnis; þó getur enginn sagt með vissu, að ljósvakinn sé til, eða hvernig hann þá er í raun og veru; enginn vísindi hafa getað handsamað hann eða náð honum á sitt vald. Við rann- sóknir þar að lútandi komast menn í eintómar ógöngur og mót- sagnir við sjálfan sig; ljósvakinn kemur eðlisfræði og stærðfræði á kné, þar verða þessar glæsilegu vísdómsgyðjur að gefast upp. Flestir hugsa sér ljósvakann eins og ótrúlega fínt loft, sem ljós- bylgjurnar hreyfast í, á svipaðan hátt eins og hljóöbylgjurnar í andrúmsloftinu. Hraði ljóssins er 900 þúsund sinnum meiri en hraði hljóðsins, og eftir því ætti þrýstingur ljösvakans með sama þéttleika að vera 810 þúsund miljónum sinnum meiri en loft- þrýstingurinn. En gangi ljósvakinn jafnt gegnum alla hluti, mundi þrýstingurinn þó ekki finnast. Eins hafa menn reiknað af hreyfingu ljósbylgjunnar, að ljósvakinn ætti í raun og veru, þrátt fyrir létt- leika sinn, að vera jafnharður eins og stál, og þó hreyfast allir himinhnettir gegnum ljósvakann, án þess hann veiti þeim nokkra fyrirstöðu eða hafi sýnileg áhrif á gang þeirra. Ljósvakinn hlýtur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.