Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 14
14
Ég lét mig reka fyrir stormi og straumi
og stríddi lítt á móti heimsins glaumi,
né hirti um, hvað með og móti sneri,
því mér var sama hvar á sjó ég réri.
En svo kom gildið — kallað »Óskars-kvöld«.
Pað kvaddi saman vora »fínu« öld.
Við dyrnar yzt ég stóð hjá fremsta stólnum
og starði á fólkið, skrýddur leigukjólnnm,
sem fór svo illa, að öllum varð að spotti,
og alt mitt lín var grámórautt úr þvotti,
hnappslitið vestið, brókin eitthvað undin.
Og eins var sálin. — Éað var ljóta stundin!
Ég stóð sem krummi innan um tómar arnir,
en öllum megin ríku höfðingjarnir
í glæstum skrúða. Fyrstur þar á þingi
þýðmennið gamla Teitur landshöfðingi;
til vinstri og hægri Valdimar og Páll,
tveir vasaorðu-riddarar, og Njáll
brennivínssalinn, bæði hár og digur.
og brandmeistarinn með sinn hvassa vigur.
I salnum heyrðist hjal og taut í »töntum«
og tildurskraf frá nokkrum lautinöntum;
við gaflinn karlar húktu herðalotnir,
en hjá mér þrír eða fjórir sveinar »skotnir«.
Alt blikaði, sem ljósin lýstu á:
línið og silkið, böndin, rauð og blá;
kvenþjóðin unga blævængina bendir
og brosin smá á ýmsar hliðar sendir,
í fylstu trú, þær mundu vin sér vinna.
Pví hvorki skorti meyjar eða mann
»hið mesta í heimi« — sem sé kærleikann.
Veraldarmaður, venjulega svartsýnn,
ei verður fljótt í margmenninu bjartsýnn.
Og eins fór mér; ég gat ei gleymt þeim trega,
að ganga klæddur svona skammarlega.
Að flana á dansleik; hvílíkt heimskupar!
En — herra landshöfðinginn kallar þar! —
þeir súpa »kampa« og syngja ljóð:
»Úr sænskum hjörtum« — frægan óð.