Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 18
i8
VII.
Pá sá ég glögt, að úti var um alt,
og alt mitt blóð mér fanst sem yrði kalt;
ég hafði dansað frá mér líf og lán,
nú lá ei fyrir nema sorg og smán;
því hvars ég leit, var lífið tómt og dimt,
svo Ijótt og snautt, svo vitlaust, kalt og grimt.
Eg vildi flýja og flýta mér,
en fyrst mér varð að snýta mér,
og líta upp um loft og vegg,
og látast slétta hár og skegg.
Og jungfrú Örn með undrun á mig leit,
og ósjálfrátt á varir sér hún beit,
sem vildi máske hörmung minni hægja,
og herti sig að þurfa ekki að hlæja.
En óðar varð hún alvarlegri þó, —
og augum starði á sína hvítu skó.
Pá flaug mér prinsinn Hamlet beint í hug,
sem hjartasorgin gaf svo kynlegt flug,
og segja: »Gakk í klaustur, Elsa Örn,
og eltu ei lengur heimsins vondu börnU
?á fæddist ræða, sem ég veðja vil,
að varð ei fyr á nokkrum dansleik til.
VIII.
Eg höfði drap og sagði: »Sjáið, meyja,
hið sanna er, að æskan liggur dauð;
um ást og trygð má óhætt sama segja,
menn eigra í svefni, hærri skoðun sveia,
og setjast áðr en ellin fer að beygja
við arinhlóðin þögul, köld og snauð.