Eimreiðin - 01.01.1910, Page 20
20
og frítt var skriðið, fagur stafn,
því frægt var snótar ættarnafn.
Hún flaug úr eins í annars arm,
með yndisvöxt og hvelfdan barm.
Og höllin skalf við hark og þyt og glaum;
ég heyrði ei neitt, ég grét minn svikna draum.
Mitt hrygðarok mér þótti ærið þungt,
en þó fanst mér mitt hjarta nokkuð ungt,
að sýnast alt svo seyrt og ljótt og grett;
það sýndist mér að vísu ekki rétt.
Svo dreymir mig, ég sæti sætt og rótt
með sjálfri frauken Örn, um bjarta nótt,
í garði, á bekk, en hvar, ég vissi ei hót,
en heyrði nið, sem framhjá rynni fljót;
og máninn lýsti heiðum himni frá,
og Huldarljóðin fyltu jörð og sjá.
Við töfraljós og regin-röðla hrap
við reistum höll úr ást og barnaskap.
X.
Pú mátt ei ætla, að lífs vors lok sé dauðinn,
nei, langt í frá, þá hættir einmitt nauðin,
en byrjar sæla, er engan enda veit
og enginn maður hér á foldu leit.
í sjaunda himins háu dýrðarvist
við hærri söng við skoðum dansins list;
þar tóna-öldur endurslá
frá ódauðlegri kristalsgljá!
Því stjörnurnar brjóta sinn gylliniglans
á glitrandi börðum og röndum,
°g englanna smámeyjar knýta krans,
þótt krýni ekki höfuð nokkurs manns,
nema búi með útvöldum öndum.
En glit þeirra guðvefjarkjóla
í gullhjálma ljósum sig sóla,