Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 23

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 23
23 grein að tilhlutun hins nýstofnaða ungmennafélags á Eyrinni. Ég var þar staddur eins og fleiri, því að allir máttu kaupa sig inn, og þótti hann hafa margt fróðlegt að segja um þetta efni. Ég fékk hann síðan heim til mín um tíma og lét hann skoða Bleiks- mýri allýtarlega og kanna dýptina á mónum í henni, og varð meiri og betri árangur af þeirri skoðun, en ég hafði gert mér von um. Eins og þú veizt, hefir verið stunginn upp mór í mýrinni um ómuna-aldur til heimilisþarfa, og síðan kaupstaður reis upp á Eyr- inni hefi ég leyft þar mótekju á hverju ári. Samt sér ekki högg á vatni í öllu þessu flæmi. Og eins og þú veizt líka, hefir mó- tekjan verið skammarlega notuð og lítið minna eyðilagt, en hitt, sem að notum hefir orðið. Mórinn í mýrinni hefir hvergi reynst grynnri en 4 fet, en sumstaðar alt að því 6 fet, eða jafnvel meira. Mófræðingur þessi segir, að það muni vera því að þakka, að mýrin liggi i' fjalla- hvylft; grassvörðurinn hafi sigið jafnt og þétt undan brattanum og ýzt út í mýrina. Og getur það vel verið. En hugsaðu þér önn- ur eins undur af mó! Mýrin er 1200 faðma löng og 750 faðma breið á kafla. Éað eru fáeinir móköglar. Og hún liggur mestöll í Bleiksmýrarlandi. Éegar þetta varð hljóðbært, vaknaði eldlegur áhugi hér í firð- inum á því, að vinna þessa miklu gullnámu. Unglingafélagið lá ekki á liði sínu að brýna fyrir mönnum, hve hróplegur skrælingja- skapur og ómenska það væri, að láta þennan mikla auð ónotað- ati. Menn ræddu um þetta í Framfarafélaginu og voru jafnvei farnir að tala um að mynda hlutafélag. Og konsúllinn bauð mér 5000 krónur fyrir jörðina, ef ég vildi selja hana. Ég held að hann hefði verið til með að bjóða það í mýrina eina saman. En ég gaf engan kost á sölunni að svo stöddu. Svo vill heppilega til, að hér er um þetta leyti staddur norskur vélfræðingur, sem var í þjónustu Jónasar pramma um tíma. Hann getur gefið ýmsar góðar upplýsingar að því er verk- færi og verð á þeim snertir, og hann og Jón Salómonsson — svo heitir mófræðingurinn — eru allmikið saman um þessar mund- Eg hefi fengið hjá þeim bráðabirgðar-áætlun um það, hvað muni kosta, að koma á fót móverksmiðju, líkri þeim, sem nú eru farnar að tíðkast í öðrum löndum. Og mér vex kostnaðurinn, sem þeir nefna, ekki svo mjög í augum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.