Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 27

Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 27
2 7 3. bréf. Bleiksmýri 25. september 1908. ----------------------------------------------------------Nú er loks farið að komast skrið á móverksmiðju-fyrirtækið. Ég bauð þeim sveitungum mínum að vera með mér í fyrir- tækinu — auðvitað meðíram til þess að stríða þeim. En nú vildi enginn hætta í það fé sínu, eða enginn vera í félagsskap við mig; ég veit ekki hvort ríkara hefir verið. Éú þekkir fólkið hérna 1 firðinum. Ég held að það sannist hvergi betur, að »eru þar flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega«. Konsúllinn einn bauðst til að leggja 500 krónur í fyrirtækið. En 500 krónur í slíka stofnun eru eins og hrífutindur í hálftunnu. Og fyrst ekki fékst meira fé, hætti ég við að gera úr þessu hlutafélag. Ég ætla að eiga það einn, standa eða falla með því einn. Peir Jón Salómonsson og vélamaðurinn norski eru nú báðir í þjónustu minni. Vélameistarann sendi ég til Noregs, til þess að semja um kaup á vélum og öðrum áhöldum fyrir mig, og lét hann hafa talsvert fé með sér. Lengi var ég að velta því fyrir mér, hvort ég ætti heldur að hafa gufuvél til hreyfiafls, eða mótor, líkan þeim, sem nú er farið að nota hér í báta. Auðvitað hefði mótorinn orðið mun ódýrari. En sá kostur fylgdi gufuvél, að þá var hægt að láta mýrina sjálfa leggja til eldsneytið. Ég afréð því að kaupa heldur gufuvél. Hér heima er allmikill undirbúningur, og stendur Jón Saló- monsson fyrir honum. Ég hefi valið verksmiðjunni stað á grund- unum við Hundagilshamarinn. Par er þurt og harðlent, og því ágætur þurkvöllur. En sá böggull fylgir skammrifi, að þá er óum- flýjanlegt að brúa mýrina undir eins á næsta sumri, því að ann- ars eru aðdrættir og frádrættir ókleifir. Nú er verið að koma upp all-myndarlegu húsi þar upp frá, bygðu úr steini að mestu leyti. Framræslan á mýrinni er einnig byrjuð. En hún er ekkert áhlaupaverk. En ekki tjáir annað en hleypa af vatninu eftir því sem unt er, áður en móskurðurinn byrjar fyrir alvöru. Pað liggur í augum uppi, að ég hafi orðið að taka lán, til þess að koma þessu í framkvæmd, svo mikið sem efni mín framast þola. Ég brá mér því til Reykjavíkur í sumar. Og satt að segja var lánið ekki auðfengið. Ég var skuldugur fyrir, síðan

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.