Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 32

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 32
32 í Baise, og er hin dýpsta þeirra tæp 2000 fet á dýpt. Hafa menn við borunina notab samskonar bor og þegar borað er eftir olíu. Á 1000 feta dýpi fundu menn vatn, sem var 40 stiga heitt (R.), á 1250 feta dýpi 50 stiga, á 1500 feta dýpi 57 stiga og á nálega 2000 feta dýpi 83 stiga. Sumstaðar vall vatnið sjálfkrafa upp úr vatnsaugunum, eins og lítilsháttar hveragos, en annarstað- ar varð að ná því upp með dælu. Pegar búið er að ná vatninu upp, er það fyrst látið renna saman í safnþrór, og úr þeim er því svo aftur veitt gegnum pípur neðanjarðar inn í allar opinberar byggingar, verzlunarhús og íbúð- arhús einstakra manna. Til þess að vatnið kólni ekki um of á leið- inni gegnum pípurnar, þó frost sé í jörðu, þarf ekki annað en að láta það vera á sífeldu rensli. Og með því nóg er af að taka, veldur þetta engum örðugleikum. Kostnaðurinn við þessa upphitun kvað ekki vera nema J/s hluti þess, sem áður var varið til upphitunar í Baise. Sé nú nokkur hæfa í því, sem hér hefir hermt verið, er það sannarlega verkefni fyrir verkfræðinga vora, að rannsaka, hvort ekki megi koma á samskonar upphitun á Islandi. Ekki vantar þar jarðhitann; það sýna bæði eldfjöllin, hverarnir og laugarnar. Par þyrfti ekki heldur djúpt að bora víða hvar, til þess að ná í heitt vatn, því það vellur þar sjálfkrafa upp úr jörðunni og býður mönnum þjónustu sína, svo að segja fyrirhafnarlaust. Mundi það t. d. ekki verða talsverður sparnaður fyrir Reykjavík, ef unt reyndist að nota heita vatnið úr Laugunum til að hita upp bæ- inn, í stað þess að kaupa til þess kol dýrum dómum frá Eng- landi? Auðvitað mundi vatnsmagn það, sem nú er í Laugunum, lítt hrökkva til þess, ekki sízt, er því yrði að veita alllanga leið til bæjarins. En hver veit, hve mikið þar mætti fá af sjóðheitu vatni, ef borað væri niður £ jörðina og þar opnuð ný vatnsaugu á mörgum stöðum. Ur því getur reynslan ein skorið, en hún gerir það þó því að eins, að eitthvað sé gert til að komast fyrir þetta. Og hér er um svo mikið hagræði að tefla, að vert væri fyrir Reykjavíkurbæ að leggja dálítið fé í sölurnar til að rannsaka þetta. Yrði reyndin sú, að þetta mætti takast, mundu aðrir bæir fljótt feta í fótspor höfuðstaðarins, þar sem nokkur tiltök væru til þess. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.