Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 33
33
Hvað gamall varð hann Adam?
Margan mun hafa furbab á því, hve lífseigir margir af frum-
februm mannkynsins eru sagðir í biflíunni. Pannig er sagt, ab
Metúsalem hafi orðið nærri því iooo ára gamall, eða nákvæmar
tiltekið 969 ára, Adam 930, Set 912, Enos 905 o. s. frv.
Petta segir Gyðingablaðið »Jewish World«, að geti ekki náð
nokkurri átt, ef skilja eigi »ár« í sömu merkingu og nú tíðkast (365
daga). Menn hafi ekki orðið svo miklu eldri fyr á öldum en nú,
að slíkur feikna mismunur á aldri manna hafi getað átt sér
stað. Blaðið kemur því fram með nýja skýringu á þessu, sem
á að sýna, að tölur ritningarinnar geti samt verið réttar, en
árslengdin, sem miðað sé við, sé aðeins önnur en nú tíðkast. Og
skýringin er þessi:
Á elztu tímum gamlatestamentisins töldu menn tímann eftir
tunglmánuðum, og var þá hver tunglmánuður (29V2 dagur1) tal-
inn sem eitt ár. Samkvæmt þeim reikningi verður Metúsalem
ekki nema 78 ára og 9 mánaða gamall að okkar áratali, og Adam
ekki nema 75 ára og 9 mánaða.
Seinna tóku menn upp fimmtungla-ár (5 tunglmánuði) og
miðuðu þá við fingratöluna á annarri hendi, með því menn þá
reiknuðu alt á fingrum sér. Samkvæmt því ætti Abraham að
hafa orðið 72, en Isak 74 ára, í stað 175 og 180, sem talið er í
biflíunni.
Á dögum Jakobs telur blaðið líklegt, að menn kunni að hafa
reiknað með sextungla-árum (6 tunglmánuði) og hafi þá aldur
hans orðið 73 ár, í stað 147, sem standi í biflíunni. En á dög-
um Davíðs hafi menn verið búnir að fá tólfmánaða-ár, sem komið
sé frá Egyptum, er fyrstir hafi tekið það upp, með því að slengja
tveimur sextungla-árum saman í eina heild. Og þá hafi hug-
myndin um algengan 70 ára aldur myndast.
Pessi skýring álítur blaðið, að hljóti að vera hin rétta, með
1 í’etta er augsýnilega rangt hjá blaðinu; menn hafa þá ekki vitað lengd
tunglmánaðarins svo nákvæmlega, heldur talið mánuðina þrítugnætta, eins og for-
feður vorir á Norðurlöndum, og eins og þeir skift þeim í 6 fimtir (5 daga vikur)
— sbr. fingratöluna.
3