Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 39

Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 39
39 un í sálunni og lyfta henni upp til þess helga og hreina? Ert það ekki þú, sem leggur armana að ferðamanninum í hinni miklu ein- veru hálendisins, hægt og hljóðlega, en þó svo, að honum finst hann ætla að hníga örmagna niður undir tökum þínum? Ert það ekki þú, sem dansar í vorvindinum með fangið fult af sólargeisl- um og gróðraryl ? Jú, að vísu ert það þú. Altaf þegar náttúran gagntekur ein- hvern, eru það áhrif þín. En fyrst og fremst ertu þó bundin við vatnið, bundin við sæinn, árnar og lækina, eins og sál mannsins við heilann og taugarnar, Pessvegna hafa skáldin leitað þín í bjarg- inu við fossinn. fessvegna hefur þjóðtrúin gert úr þér álfamey í bláum klæðum, með gullhlað um enni og »skautafald háan, hvítan sem ull«. Pað er mynd bárunnar bláu, sem verpur fald- inum aftur á bak með sólgeislaband knýtt um sig. Og þó að þjóðtrúnni hafi missýnst, þó að þú sért aðeins ein, og huldumeyjarnar aðeins myndir, sem þú hefur skapab í hugum alþýðunnar, og þó að sálmasöngurinn og strokkhljóðið í klettun- um sé aðeins lækjarniður, þá hefur hún þó séð rétt að einu leyti. í*ú ert bláklædd með hvítan fald, þú berð hina hreinu og skæru liti Islands. Svo birtistu mér í nótt, til þess að minna mig á þig og ísland-------- Hulda, Hulda. Eú þurftir ekki að minna mig á þig. Pó ég reyndi á allan hátt að gleyma þér, þó ég reyndi á allan hátt að elska aðra en þig, þá gæti ég það aldrei. Pú hefur leitt mig við hönd þína síðan ég var barn. Pú leiddir mig fyrstu sporin yfir túnið innan um fífla og sóleyjar, leiddir mig suður fyrir túngarðinn og lézt lækinn dilla mér meðan ég var að byggja hús yfir horn og skeljar. Eg skildi að vísu fátt af því, sem hann kvað, en það seiddi mig þó þangað aftur og aftur. Húsin eru lirunin, hornin týnd og skeljarnar brotnar, en ljóð lækjarins lifa enn þá í huga mér og enn þrái ég að sitja á bakka hans. Pú leiddir mig lengra og lengra upp í hlíðina og lézt mig heyra þar í niði fossanna mína eigin þrá til frama og afreka. Pú sýndir mér síðar fleiri og stærri fossa og kendir mér að elska þá og skilja. En bezt varstu, þegar þú leiddir mig að hafinu. Altaf man ég þá stund. Hver báran'kom að landi á fætur annarri, gjálpaði dálítið og hné svo örend í faðm sandsins. Hver hafði sína sögu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.