Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 40
40 að segja. Ein sagðist vera komin alla leið sunnan úr Afríku og hafa svifið þar fram hjá ströndum alvöxnum pálmaviði. Önnur hafði fæðst vestur við Grænlands óbygðir, þar sem íselfur renna út í sæinn og færa honum borgir og allskonar kynjamyndir að leikfangi. Sumar voru fæddar úti á regir.hafi, þar sem fellibylj- irnir takast fangbrögðum við sæinn, svo að himinn og jörð skjálfa. Pær kunna að segja frá ástarorðunum, sem hafrænan hafði hvísl- að að þeim og gullrúnunum, sem sólin hafði ritað á þær---------- Og ég starði og hlustaði, og óumræðileg löngun til þess að komast burtu greip mig. Löngun til þess að komast út á sæinn, út yfir sæinn. Sveima um eins og alda, spegla alt, sem yrði á leið minni og dansa svo hlæjandi í dauðann, meðan gleðin væri á hæsta stigi. Sólargeislarnir brotnuðu í votum fjöruhnullungun- um, og þeir urðu að ótal társtoknum augum, sem grátbændu öld- urnar um að bera sig burtu, langt burtu. En ég vissi, að öld- urnar vildu það ekki; ég vissi, að þeir myndu grafast og gleym- ast hér í fjörunni. Og mér fanst ég vera eins og einn af þessum steinum og vera allra manna óhamingjasamastur. En nú er ég kominn burtu, út fyrir hafið, en ég finn sára þrá í brjósti eftir þér, Hulda. Sál mín þráir nið vatnsins og litbrigði, eins og þyrstur maður svaladrykk. Ég finn, að það eru strengir í sál minni, sem ekki geta ómað hér, strengir sem þú hefur vakið til söngs og þú ein getur slegið. Fuglasöngurinn einn getur ekki hrært þá, en þeir óma við lækina, árnar og sæinn heima. Kvöld- kyrð sveitarinnar minnar, sem er þrungin af vatnaniði, getur slegið þá, en þeir eru þögulir í næturkyrð skógarins, sem er þrungin af laufglymi. Hulda mín! T'ú vaktir til lífs og ljóða dýpstu strengina í sál minni, ég vona, að þú eigir eftir að slá þá oft enn þá. Ég vona, að það verðir þú, sem slærð þá í síðasta sinn — þegar þeir bresta. SIGURÐUR NORDAL.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.