Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 43
43
Hví er konan fegri?
Enskur læknir hefir tekið sér fyrir hendur að reyna að kömast
fyrir, hvernig á því standi, að kvenfólkið er jafnaðarlega fallegra en
karlmennirnir. Hann hefir í því skyni haft fyrir sér til rannsóknar
1600 konur, er hann valdi sér úr hinum ólikustu kynflokkum og þjóð-
ernum um allan heiminn. Og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að
kvenfólkið eigi fegurð sína því að þakka, að það leggi svo lítið á sig
með andlegu erfiði. Því mikil umhugsun um alvarleg efni og ströng
andleg vinna hafi einkar ísjárverð áhrif á svipbrigði manna og ásýnd
alla útvortis.
Og til sönnunar því, að niðurstaða sín sé rétt, tilfærir þessi lærði
læknir dæmi, er sýni, að annað geti líka orðið ofan á með fegurð
karla og kvenna, þegar skilyrðin séu önnur en alment gerist. í þeim
hluta Indlands, sem lýtur Englendingum, sé þannig þjóðflokkur, er
nefnist Zaró. Og í þeim þjóðflokki sé það fyrirkomulag, að kven-
fólkið annist öll þjóðmálefni og stjórnarfar, og þar dragi konur sig'
eftir karlmönnum og biðji þeirra, en karlmennirnir stundi börnin og
annist heimilisstörfin. — Og í þeim þjóðflokki séu karltnennirnir mestu
fríðleiksmenn, en kvenfólkið ljótt og herfilegt ásýndum V. G.
Stærsti bær heimsins.
Af nýútkomnum hagfræðisskýrslum um Lundúnaborg fyrir árið
1908—1909 má sjá, að íbúar hennar allrar (að útjöðrum hennar með-
töldum) eru nú taldir rúmlega 7^/2 miljón (7,537,196). Af þeim eru
4.339 embættismenn í þjónustu bæjarins, 18,000 lögregluþjónar,
43,698 lifa á eftirlaunum og 148,644 eru sveitarlimir. Af karlþjóð-
inni hafa þar 664,294 kosningarrétt til þings.
Flatarmál Lundúna er samtals 443,419 ekrur (1 ekra — 10,270
□ álnir), og húsin eru 991,383 að tölu. Götur og stræti eru 2151
mílur enskar, og 15,848 ekrur eru bersvæði eða lystigarðar. Spor-
vagnabrautirnar eru 127 mílur að lengd, og farbrautir sígangsvagn-
anna (»omníbúsanna«) 700 mílur. Á einum tilteknum degi í desem-
ber 1908 komu alls 8071 járnbrautarlestir til Lundúna, aðeins þar úr
grendinni, af næstu grösum við bæinn. Á járnbrautunum innanbæjar
ferðast árlega um 356 miljónir manna, með sporvögnunum 374 milj.
og með sígengisvögnum 273 miljónir.
Af bréfum eru frá Lundúnum sendar árlega um 923 miljónir og
um 25 miljónir símskeyta. Á árinu höfnuðu sig í Lundúnum 22,531