Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 46
46
Komumaður tók vinalega í hendina á honum og mælti:
»Ég sá þig við Austerlitz. Þú barðist eins og ljón. Ég
fékk þá mætur á þér, og þess vegna kem ég nú til þín sem vinur
þinn og spyr þig, hvort þú ekki óskir neins, sem ég geti gert
fyrir þig, áður en þú deyr.«
»Nei, þakka yður fyrir, herra hershöfðingi.«
»Er enginn greiði, sem ég get gert þér? Er enginn, sem
þú vildir senda síðustu kveðju þína ? Áttu ekki föður, systur eða
máske unnustu?«
»Faðir minn er dáinn, systkini hefi ég aldrei átt, og ég er
ekki trúlofaður.«
»Og móðir þín, er hún líka dáin ?«
Við þessa spurningu sló döprum sorgarblæ á andlit fangans
og eins og titringur færi í gegnum hann.
»Minstu ekki á hana móður mína við mig,« sagði hann,
»engum dáta hæfir að ganga grátandi gegn dauða sínum.«
»Pú beitir sjálfan þig hörku. Ég mundi ekki skammast mín
fyrir þau tár, sem minningin um hana móður mína kæmi mér til
að fella.«
»Elskið þér þá líka móður yðar, herra hershöfðingi?« spurði
dátinn með grátstaf í kverkunum.
»Ég get enga konu metið meira,« svaraði komumaður.
»Pá ætla ég að trúa yður fyrir leyndarmáli mínu og segja
yður alt eins og er. Ég hefi aldrei elskað tiokkra manneskju,
eins og ég elskaði hana móður mína. Hún var mitt dýrmætasta
hnoss í heiminum. Ég ætlaði að ganga af göflunum, þegar ég
átti að yfirgefa hana og fara í stríðið. Og þegar við skildum,
sagði hún um leið og hún kysti mig? »Gerðu skyldu þína,
elsku sonur minn!« — Éessi orð hafa jafnan hljómað fyrir eyrum
mér, er mér hefir veitt erfitt að þola þrautir hernaðarins. Hve
oft hafa þau ekki hrest mig og huggað!
Og svo fékk ég eitt sinn þá fregn, að mín hjartkæra móðir
væri hættulega veik. Ég bað um heimferðarleyfi til þess að
hjúkra henni, eða til þess að minsta kosti að vera hjá henni,
þegar hún gæfi upp öndina. En mér var neitað um leyfið. Ég
fékk ekki að sjá hana einu sinni enn, fékk ekki að veita henni
nábjargirnar. Ég átti bágt með að stilla mig um að hlaupast
burt frá herdeildinni í það sinn; það eina, sem hélt aftur af mér,
vóru orðin, sem móðir mín hafði sagt við mig, þegar við skild-