Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 53

Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 53
53 höfðu og með sér ofurlitla sandpoka í lest. Pegar kastað var út- byrðis af lestinni, hækkaði loftfarið. En til þess að lækka það í lofti, eða láta það síga til jarðar, þurfti eigi annað en að kippa í streng, sem festur var við loku efst í belgnum. Streymdi þá vetni úr belgnum, og loftfarið leitaði niður. Ferðin tókst ágæt- lega og loftfarið lét vel að hinum nýja útbúnaði. Peir komu aftur niður eftir 3 kortér og höfðu farið 45 km. (6 mílur). Óðar lagði Charles upp einn saman og komst þá 9000 fet í loft upp. Pá hleypti hann vetni úr belgnum og var að kortéri liðnu kominn til jarðar. Nú voru menn eftir tæpt missiri svo vel á veg komnir, að geta hækkað og lækkað loftförin eftir vild, og var það skjót framför á svo skömmum tíma, enda mátti svo heita, að við þetta sæti næstu 100 árin. Allan þann tíma má segja, að loftförin væru mannkyninu að litlu eða engu gagni. Reyndar urðu þau að nokkru liði, er Pjóðverjar sátu um París. Pá fluttu loftbátar póstflutning og allmarga menn úr borginni út fyrir um- sátursherinn. Á seinni árum hafa menn einnig sent smá-loftbáta með veður- fræðisáhöld geysihátt í loft. Verkfærin hafa verið þannig úr garði gerð, að þau hafa sjálf ritað niður hitastigin og loftþungann á leiðinni; hefir það aflað veðurfræðinni margra upplýsinga um ásigkomulag háloftsins. Stærsti gallinn á loftförunum var sá, að þeim varð eigi stýrt, og ekki var heldur fundið ráð til að knýja þau áfrani; þau bárust beint undan vindi, hversu hægur sem hann var, og menn gátu í engu ráðið, í hvaða átt þau fóru. Ymsar uppástungur komu fram til að bæta úr þessu, jafnvel fyrir aldamótin 1800. Sumir höfðu sjóför fyrir augum, og stungu upp á að hafa segl og stýri á loftbátunum, og stýra þeim líkt og hafskipum; slíkt var auðvitað út í bláinn; vindurinn réð ferð- inni eftir sem áður. Vanalegar árar gátu heldur ekki dugað, því loftið veitti jafna mótstöðu, hvort sem þær voru dregnar aftur eða fram. Til þess að leysa þessa þraut, sáu menn skjótt, að breyta þurfti meðal annars lögun belgjanna. Peir voru framan af hnött- óttir. Til þess að knyja áfram þannig löguð loftskip, hefði þurft mjög mikinn kraft. Menn fóru því að breyta lögun belgjanna og gera þá aflanga og rennilega, til þess að þeir yrðu »léttari undir

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.