Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 63
63 bóndasyni þar í sveitinni dóttur sinni, Ljót, af því að Sveinungi álítur hann búmannsefni og bezt fallinn til að taka við jörðinni eftir sig. En Ljót er annars hugar. Henni lízt vel á Sölva grasafræðing, sem heldur til þar á næsta bæ, og sem hefir felt hug til hennar. Hún stritast því á móti fyrirætlun foreldra sinna, en lætur þó loks bugast af fortölum móður sinnar og lofar að gera að vilja þeirra. En nóttina eftir verður jarðskjálfti og bærinn hrynur, svo alt fólkið má liggja í tjaldi úti á velli, nema gömlu hjónin: þau hverfa ein inn í rústirnar, því Sveinungi vill hvergi sofa nema í rúminu sínu gamla, hvað sem á dynur, og Jórunn vill þá ekki við hann skilja fremur en Bergþóra við Njál. En Ljót verður ekki svefnsamt og reikar hún þá út í hraunið ásamt gömlum manni þar á bænum. Þar hittir hún Sölva, og verður sá árangur af þeirra fundi, að hún lofast honum. Á meðan þau eru í hrauninu kemur nýr jarðskjálfti og fer hann svo með bæinn, að þakið hangir nú uppi á einni stoð, en hjónin sleppa þó ósködduð út úr voðanum. Saknar Sveinungi þá Ljótar, og er hún kemur, og litlu síðar Sölvi, og hann fær að vita, hvað gerst hefir, verður hann frá sér numinn af heift og reynir bæði með góðu og illu að fá Ljót til að halda loforð sitt við bóndasoninn. En hún hefir erft skaplyndi föður síns og er föst fyrir og lætur ekki bugast af neinum ógnunum föður síns. Fer þá svo, að móðirin verður líka á hennar bandi, og þykist þá Sveinungi hafa mist alt á einni nóttu: bæ sinn, dóttur og konu, svo að hann hafi ekki framar neitt að lifa fyrir. Hann hverfur því þögull og hokinn in.n í rústirnar, grípur hendi um stoðina einu, sem uppi var, og kippir henni burt, svo að alt hrynur í einni svipan og hann lætur þar líf sitt undir. Lýsingarnar eru víða góðar, t. d. á heimkomunni úr kaupstaðnum og á jarðskjálftanum og áhrifum hans. Er einkum i þeirri lýsingu mjög skáldlega að orði komist. Þannig segir maður, sem var að rista torf: sÞað var eins og ég væri að rista í lifandi skepnu — það var eins og ég væri að flá lifandi hold«. Gömul kona segir: »Við sein- asta jarðskjálftann kom sprunga. sem var margar mílur á lengd, ég sá hana sjálf, það lagði upp úr henni heita gufuna. — Jörðin dró andann með opnum munninum«. — »Vitið þið, hvers vegna vetrarsnjórinn fyllir ekki gjótumar, hafið þið nokkurn tíma séð svo stórar snjóflyksur, að þær festist í munnunum? — Það er jörðin, sem blæs á móti snjón- um, hún býr til gildrur fyrir mennina. — Jörðin er mannæta!« Enn er gamall maður látinn komast svo að orði: »Og eins og jörðin skalf! — hún hafði ekka — gráturinn er erfiður gömlum«. Viturlega farast og Jórunni orð, er hún segir við mann sinn: »Varst það ekki þú, sem stýrðir hrauninu, þegar það brann fyrir þús- undum ára, og lézt það streyma fram hjá þessum jarðarskekli, sem þú stendur á og þykist eiga«. En mundi það ekki vera tekið frá Snorra goða, er hann mælti á alþingi árið iooo: »Um hvat reiddust guðin þá, er hér brann hraunit, 'er nú stöndum vér á?« En það gerir minst til, það er vel notað. Yfirleitt er ritið gróði fyrir bókmentir vorar og sýnir góða skáld- lega hæfileika. En eitthvað má að öllu finna, og svo er og hér. í’annig virðist það óeðlilegt og að engu leyti skýrt, hvernig Ljót hefir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.