Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 64
64 fengið svo ákafa ást á Sölva grasafræðingi, sem raun varð á, jafnlítið og hún hefir kynst 'honum. Því hún er á bls. 11 sjálf látin segja við hann: »Ég þekki þig svo lítið«, og á bls. 108 segir hún, að það sé í fyrsta sinni, sem hún hefir hitt hann, án þess faðir hennar vissi af, er þau fundust í hrauninu. Á bls. 112 segir og Sveinungi: »En ef þú hugsar þig um, þá ferðu ekki að yfirgefa foreldra þína vegna manns, sem þú ekkert þekkir«. Mundi ekki mörgum lesanda verða, að hugsa líkt og þykja viðkynningin helzti lítil ? Einhver ósamræmi sýnist og vera í því, er Jórunn er á bls. 15 látin segja: xÞið hafið ekki komið alveg tómhentir« (o: úr kaupstaðn- um), eins og hún hefði ekki sjálf verið með og ekki vitað neitt um, hvað þeir höfðu meðferðis, — þar sem aftur á bls. 11, 18 og 21 má sjá, að Jórunn einmitt var með í ferðinni og kom ekki fremur tóm- hent en þeir. Málið er yfirleitt gott, en þó ekki gallalaust. Þannig er á bls. 29 sbrenni hamnum* rangt, í staðinn fyrir sbrenni haminn«. Að brenna e-u, er að nota eitthvað sem eldsneyti (t. d. brenna mó, kolum), en hér er ekki um slíkt að ræða. Stundum eru setningarnar miður ís- lenzkulegar og bera þess ljósan keim, að þær séu þýddar úr dönsku, t. d. bls. 112: »f’að var þér að kenna« (det var for din Skyld = það var þín vegna), bls. 57 : »Og eins og jörðin skalf« (og som Jorden rystede), bls. 88: »Þykir þér ekki?« Sama er að segja, þar sem frá- sögn er allviða byrjuð með inngangsorðunum: »f’að var« o. s. frv. Að »er« stendur fyrir »ert« á bls. 76 og 90 má líklega álíta sem prentvillu, heldur en áhrif úr dönsku. V. G. HULDA: KVÆÐI. Rvík 1909. Vér gripum þessi kvæði með talsverðri forvitni, því það er enginn hversdags viðburður, að sjá heila ljóðabók eftir unga sveitastúlku. Og bókin er óneitanlega snotur, bæði innra og ytra, og sver sig að því leyti í ætt við kvenlegan uppruna. far er jafnan slegið á þýða og mjúka strengi, og tónarnir oft laglegir, en hvorki djúpir né margbreyttir. Taki maður hvert kvæði fyrir sig, þá hefir það jafnan nokkuð til síns ágætis. En lesi maður þau öll í einni bendu, verður bókin býsna þreytandi. far er sí og æ það sama upp aftur og aftur með litlum tilbreytingum: dalurinn, brekkan, lindin, sveitadýrðin, fuglarnir í loftinu og blessuð sólin, ýmist upprennandi eða að ganga til viðar. Og svo náttúrlega þráin, sem jafnan fylgir æskunni. Þetta er auðvitað gott yrkisefni, ef vel er með það farið — og það gerir Hulda oft —•, en það má ofbjóða jafnvel börnum með sykri, þó að þeim þyki það gott. Pví hefir jafnvel verið haldið fram, að sælulífið í himnaríki hlyti að verða óþolandi, ef menn ættu þar sífelt að una við sama sönginn og dýrðarljómann, og hefir margt verið sagt af minna viti en það, Hulda hefir glögt auga fyrir fegurðinni í náttúrunni og tekst oft vel að lýsa henni. Hún er og draumsjónakona og getur svifið inn í heima vætta og álfa, og lætur allvel að yrkja í þjóðkvæðastíl (t. d. »Heyrði ég i hamrinum«). Hún er og snildarlfega hagorð, ekki að eins í þeirri merkingu, að hún rímar létt og lipurt, heldur að því er snertir orðaval og smekklega samsetning þeirra. Hún kann og dável að nota

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.