Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 68
68
Kristinn K. Ólafsson, og »Hættan mesta« eftir séra N. Stgr.
Thorlaksson, og að lokum kirkjuþingstíðindi frá 25. ársþingi Kirkju-
félags Vestur-íslendinga. Var þing þetta næsta sögulegt, með því að
þar voru samþyktar ályktanir, sem séra Friðrik Bergmann og hans
liðar þóttust eigi mega við una, og fór þá svo, að bæði hann og
ýmsir söfnuðir eða klofningar úr þeim sögðu sig úr Kirkjufélaginu.
Hefir trúmálabarátta Vestur-íslendinga síðan harðnað að mun og mikið
verið um málið ritað í blöðunum, en þó einkum í »Breiðablikum« og
»Sameiningunni«. Er vel á vopnum haldið hvorttveggja megin, en þó
vígfimin öllu meiri í Breiðablikum, því bæði er, að séra Friðrik kann
vel á penna að halda, enda á hann að sumu leyti hægra aðstöðu, þar
sem hann hefir tíðarandann sín megin. Eru því mest líkindi til að
hans stefna muni sigur úr býtum bera að lokum, En óneitanlegt er
samt, að stefna hinna prestanna hefir mjög mikið til sins máls og
byggir á traustari trúarlegum grundvelli, þó þröngsýnið sé þar æði-
mikið og skynsemi manna og skilningi lítt rúm gefið. En vel er skilj-
anlegt, að þeim ói við að leggja leið sína inn á skriðbraut, sem hætt
er við að menn renni á æ lengra og lengra og enginn sér fyrir end-
ann á. Því hætt mun nýjatestamentinu, þegar hið gamla er fallið
fyiir gagnrýninni En hitt er oss lítt skiljanlegt, að nokkur skuli harma
klofninginn, sem varð í Kirkjufélaginu, úr því sem komið var. Því
auðsætt er, að menn áttu þar ekki lengur samleið, og óbilgjarnt að
heimta, að önnur stefnan svínbeygði sig fyrir hinni. Bezt sem komið er.
V. G.
ÆFINTÝRI FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. í’ýtt hefir Adam í>or-
grímsson. Akureyri 1909. [1,50].
í safni þessu eru 24 æfintýri, og eru af þeim frá Noregi 8,
Schwaben 2, Vestur-Slavóníu 2, Rússlandi 1, Sikiley 3 og frá Ung-
verjalandi 1. Öll eru þau allskemtileg, en valið hefði þó getað tekist
betur. Ekki þó svo að skilja, að þar sé neitt, sem ekki megi teljast
hlutgengt, heldur þykir oss það að. að mörg af þeim eru of lík hvert
öðru, sama grundvallarhugsun í þeim. Fjölbreytnin hefði þurft að vera
meiri, helzt aldrei nema eitt æfintýri af sama tægi. Gott hefði og
verið að strá innan um æfintýrum, sem svo væru skrítin og fyndin,
að menn gætu ekki varist hlátri. Það er svo holt fyrir unglingana,
sem eiga að njóta þeirra, ekki sízt á afskektum sveitabæjum, þar sem
svo hætt er við, að deyfðin og doðinn beri menn ofurliði. Hláturinn
hleypir ijöri í menn og upp af því vex aftur framkvæmdarþróttur.
Vonandi að þessa verði gætt í 2. bindinu, sem kvað vera á prjón-
unum.
En þá er íslenzki búningurinn, og er sönn ánægja að sjá, hve
hann er góður. Málið er svo hreint, látlaust og eðlilegt, og maður
verður þess hvergi var, að æfintýrin séu þýdd úr öðru máli. Slíkt er
snild og höfuðkostur á bókinni. Manni verður ósjálfrátt að spyija,
hvers konar maður þessi blessaður Adam sé, sem vér aldrei höfum
heyrt um getið á ritvelli vorum, og geti þó þýtt svona ljómandi vel.
í>vi það vita allir, sem reynt hafa, að meiri vandi er að koma þýð-
ingu í fallegan og rammíslenzkan búning, en að frumrita frá eigin bijósti.