Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 75

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 75
75 en hin nokkru. Á bls, 86 í ísl. útg. stendur: »Og Grimsi vissi ekki, hvar þurkan var«, en í dönsku útg.: »og Haandklæde vidste Grimse ikke hvad var«. Jú, það hefir Grímsi vitað (það veit hvert barn í Rvík), en ekki hvar það var. Á bls. q6 i ísl. útg. stendur: »svo maður hafi þó eitthvað fyrir snúð sinn«, en í dönsku útg.: > saa havde Munden noget at bestille saa længe«. þetta skiftir í rauninni engu, en virðist þó benda á, að þýðandinn hafi ekki skilið orðtækið »að hafa eitthvað fyrir snúð sinn« (= faa noget til Gengæld eða for sin Ulejlighed), enda þess varla von, nema menn þekki þjóðsöguna um kerlinguna og snældusnúðinn, sem orðtækið stafar frá. Á þrem stöðum er slept úr setningum, sem standa í íslenzku út- gáfunni, og eru þær þessar: Bls. 111 —12: »Prestur kom engu orði upp fyrir fögnuði. Þetta traust hafði Ragnhildur á honum! Hann leit á hana. Hún roðnaði.« Bls. 194: »Nú vissi hann fyrst, hvað honum þótti vænt um hana.s Bls. 235 : »Margt sagði hann fleira í þá áttina Og hugur hennar drakk það. fað var enn ljúflengara en portvínið.« Það er varla af vangá, að þessar setningar eru úr feldar, heldur af ásettu ráði, og máske að tilstilli höfundarins, því úrfellingin virðist frekar til bóta. Sama má segja um það, er setningin (á bls. 269 í ísl. útg.): »hún hafði hvorki tekið af sér hattinn, né farið úr yfir- höfninni« er þýdd með: »hun havde hverken Handsker eller Over- tój af.« Danski textinn er hér stórum betri, því það var ekki nema sjálfsagt, að hún mundi ekki hafa tekið af sér hattinn, eins og á stóð. í »Aarhus Amtstidende« (29. okt. 1909) hefir yfirkennari Svein- björn Sveinbjörnsson ritað ágætan ritdóm um dönsku útgáfuna, og margir fleiri ritdómar hafa um hana birzt í dönskum blöðum og gert að henni góðan róm. V. G. DIE LEHNWÖRTER DES ALTWESTNORDISCHEN. Þessi bók um aðskotaorð í norrænu máli er doktorsritgjörð þjóð- veija eins, sem heitir Frank Fischer. Hún er í tveim hlutum, og hefi ég aðeins fyrir mér fyrri hlutann. í síðari hlutanum segist höf raða orðunum eftir því, í hvaða fornritum þau finnist, og halda sér þar eingöngu að söguritunum, en sleppa kirkju- og lagaritum o. s. frv., og er það óneitanlega nokkuð mikil takmörkun. Pá vantar og öll eiginnöfn, auknefni manna o. s. frv., meðalorpningar og mörg orð, einkum latínsk, sem notuð hafa verið hér um bil óbreytt, eins og »slettur« í málinu í fyrri hlutanum er orðunum raðað í flokka eftir því, hvaðan höf. segir þau fengin, írsk orð sér, þá ensk, lágþýsk, slafnesk o. s. frv. Þó eru grískukynjuð orð eigi í neinum sérstökum flokki. Fyrst af öllu eru talin þau orð, er höf telur að slæðst hafi inn í málið endur fyrir löngu, en annars er engu raðað eftir aldri. í síðasta flokknum eru orð úr einum kafla Snorra-Eddu, sem ættuð eru héðan og handan. Mörgum af þessum köflum er aftur, af ýmsum ástæðum, skift í smábúta, þannig að hver bútur er dálítið orðasafn eftir stafófrröð. Eins og sjá má af þessu, er öll þessi niðarröðun nokkðuð flókin og margbrotin. Eftir þessu ætti að vísu að vera gott að átta sig á því, hver áhrif hvert málið, eða mállýzkan, um sig hefir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.