Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 3

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 3
79 hann daglegur gestur og leizt ábóta snemma vel á hann, enda komst hann brátt alfari til Pverár, í fyrstu sem vikapiltur, en síðan til mentunar. Frá vika-árum hans er sagan, er hann skyldi reiða torf úr flagi, en var óstyrkur og rasaði. Pá mælti hann: »styðjið biskupsefnið!« mælt hefur verið, að hann hafi ekki numið latínu í klaustrinu og lært þó til prests. En það þykir ærið ótrúlegt, og má ætla, að sú saga hafi verið bygð á vísunni, »Látínan er list mæt,« sem honum er eignuð, en varla er eftir hann. Án nokkurrar kunnáttu í máli kirkjunnar gat enginn orðið officialis, því síður biskup, enda veit enginn til, að Jóni hafi verið brugðið um kunnáttuleysi sem klerki, og ekki skorta latínuglósur í sumum kveðlingum, er allir hafa eignað honum. Á uppvaxtarárum hans stóð yfir hin mesta harðstjórnar og hjátrúaröld. Á Hólun sat hinn harðsnúni biskup Ólafur Rögn- valdsson, en eptir hann Gottskálk hinn grimmi. Skálholtsbiskup var þá Stefán Jónsson, ríkur maður og metnaðargjarn, en spakari þó en hinir og betur mentur. Til dæmis um fjárdrátt hinna nefndu Hólabiskupa má geta þess, að hvor um sig auðgaði stólinn um 100 jarðir. Hafði réttur biskupa og dómkirkna smámsaman vaxið fram úr öllu hófi, og þó gekk ágengni biskupa langt um lengra en lögvenjur leyfðu. I raun réttri drotnaði beinn hnefa- réttur, þótt víg og vopnaskifti hefði nokkuð sjatnað frá öldunum á undan. Hinsvegar var enn mikill dugnaður í landi og ríkismenn margir, þrátt fyrir ágengni og fjárafla biskupa, en um hag alþýðu eða kotunganna kunnum vér fátt að segja; en þó má fullyrða, að hann hafi verið ærið bágborinn, og sveitirnar fullar af umrenningum og öreigafólki. Hinn mikli auður hjá mörgum mönnum á dögum Jóns biskups mun mest hafa stafað af plágunum, Svartadauða um 1400 og síðari plágunni í uppvexti Jóns. Erfðu þá einstakir menn stórar eignir, þótt einkum væri það hinar ríkari ættir, sem sölsuðu undir sig jarðirnar. Gekk ekki á öðru um alt land en jarðastappi og kaupbréfum, svo að sá skjalagrúi er lítt tæmanlegur; en fátt annað var ritað í þá tíma, auk samninga, erfðabréfa og þessháttar, en helgra manna kvæði, rímur og riddarasögur. Á yngri árum Jóns biskups er lítið getið harðæris, enda er fátt af hrygðar- kveðskap til frá þeim tíma, en nóg af Maríuminnum, vikivaka- kvæðum, rímum og mansöngum; var gleðskapur og býlífi nóg á ríkisheimilum, og enn var nóg til af ágætum fornsögum, er allir máttu kynna sér, sem læsir voru. En hin gamla sagnalist var 6*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.