Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 9

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 9
85 þar, að sterk bein þarf til að þola góða daga; mundi og meðlæti Jóns biskups flestum á kné hafa komið. Tíminn, sem þá stóð yfir, geymdi og miklar freistingar og háskasemdir fyrir hann. Hann sá vel og þekti alt ástand og horfur innanlands, sá fyrst, að þar stóð honum enginn á sporði, og að margt var í lamasessi; og einkum sá hann fáfræðina og mentunarskortinn, og til að bæta úr honum mun hann einmitt hafa stofnað prentverkið og sett í gang, þótt að litlu yrði um hans daga. Ennfremur mun hann hafa séð, að bæta þurfti guðrækni þjóðarinnar, því sönnun þeirrar löngunar og viðleitni hans eru enn í dag hin hjartnæmu og hjátrúarlitlu trúarljóö hans. Eti eitt hefur Jón Arason miður þekt en skyldi. Hann þekti lítið tíðarandann úti í Evrópu, sízt endurvakningu þá, sem ól af sér siðabót Lúthers. Hann þekti einungis ranghverfu hennar ■— eins og kvæði hans og framferðir sýndu. En enginn þarf heldur að efa, að hann unni kirkju sinni með fullri elsku og trúnaði. En þessi vöntum varð honum dýrust. Hér var djúp og logandi lífsstefna á ferðinni •— og hann þekti hana ekki! Petta þekkingarleysi er því merkilegra, sem einmitt Lúthers-trúin eða kjarni hennar: réttlætingin af trúnni, bjó í hjarta hans, a. m. k. þegar hann orti beztu ljóð sín. Hann hefði og nokkuð mátt ráða af viðtali við vini sína, sem utanlands höfðu farið eða útlendir voru, eins og Hamborgarkaupmenn þá, sem mælt er, að jafnan hefðu verid vinir hans og fært honum allar nægtir, sem hann þurfti eða vildi hendi til rétta, jafnvel nýjar og góðar bækur. Líklegt er, að þessir kaupmenn" hafi smjaðrað nokkuð fyrir slíkum höfðingja og gylt fyrir honum framtíð hans, og ef til vill sagt honum, að styrk gegn danslca valdinu mundi hann óðara geta fengið í þeirra landi. En hitt verður ekki sannað, sem Danir sökuðu hann um, að hann hefði ritað páfanum og fengið aftur verndarbréf hans, né heldur hitt, sem enn ólíklegra er, að hann hafi skrifað landráðabréf og sent Karli keisara 5- Ættingjar hans þverneituðu því, að hann hefði fengið annað páfa- bréf, en eitt með fáeinum línum, þar sem páfinn segir, að snauðir megi eiga þá Péturspeninga, sem bp. geymi og geti ekki ráðstafað sakir þess, að þá væri enginn erkibiskup lengur í Noregi. Eitt er víst, að metnaður hins mikla manns snerist í elli hans i of- metnað og oftraust og kappgirni hans í ofstopa. Og eftir að Sunnlendingar urðu hatursmenn hans, jók flim hans og skop ekki lítið á óvináttuna; og út yfir tóku ofsóknir hans og hatur við

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.