Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 20
96 Hefði’ ei öxin höggvið stofninn þinn, hlýlegt væri skjól við limið frítt, margur hyrfi’ í helgidóminn inn, hugur fengi ró í stormi títt; þætti ofheit hádags sumar-sól, svölun mætti fá við lauftjald þitt, undir krónum ættu fuglar skjól og á greinum bygðu hreiður sitt. Beinir viðir risu himin-hátt, hefði féð ei nagað ungan kvist, lauf í vindi bærst við loftið blátt, blærinn hefði faðmað þig og kyst; annaöist þig engin mannleg hönd — annars væri’ ei holtið svona bert —; Island saknar: 0 þið skógarlönd, öfunda ég laufskrúð ykkar hvert; Beygja lágar hríslur höfuð sitt hér að moldu, — og mér vökna brár, er ég lít á leiðið, — rjóðrið þitt, — loftið angar þó við daggar-tár; — uppi’ í trjánum áður þröstur kvað, er nú dáið sumar-kvakið það; hér á fornum helgum — undra-stað hnípa kvistir, — hggur visnað blað! II. KVÖLD-SKÝ. Hver er sá ’inn silfurbjarti hjúpur? silki tjaldast himin-marinn djúpur, breiðast kvöld-ský fyrir sólar-sal; sér þó gegnum ótal op á milli; ofið hefur drottins hönd, með snilli, úða-blæju yfir sjó og dal. Uti’ er logn, og yndisblandinn friður andar nú í hjartað til mín niður,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.