Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 22

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 22
98 Pú eykur hvíld á eftir dagsins striti, er orgel tónar blandast hlýtt í sál, sem geisla-straumar geims — með ótal liti; þú guð! við hjartað talar alheims-mál. Ó, dýrð sé þér! og dvel hjá mér! i draumi láttu söngva-málið hljóma sem bergmáls strengklið þýðra Edens-óma, þú, alheims guð! — ég fagna þér! LÁRUS THÓRARENSEN. Bréf frá R. Kr. Rask til Sveins læknis Pálssonar, dags. Pétursborg þ. 14. ágústí 1818, með- tekið af Sveini 8. júlí 1819. Hdrs. Bókmf. Kmh., nr. 7, Fol. Elskulegi Hra og vinr! A ferðum mínum hefi ég einnig ígegnum Finnland allt flækzt híngað í Garðaríki, og hér eins og víðar hefi ég sagt frá íslanz hag og ástandi bæði í tilliti til lærdóms og búskapar og náttúrufars. Hér í staðnum er steinameistarafélag, af hvöiju einn hinn lærðasti er Hof- ráðit Pantzner, þessi maður hefir beðit mig að útvega sér steina- safn úr íslandi handa félagi sínu, og hefi ég ekki með öllu undan talizt, af því ég vildi gjöra það allt er í mínu valdi stendr vísindum til frama og íslandi til sóma; vík ég því þessu máli til yðar, sem er sá einasti á íslandi, er það verk geti heiðarliga af hendi leyst. Fé- lagsins lögun og ásigkomulag sjáið þér af hjálögðu fylgiskjali, nfl. stipt- unarlögunum. Þegar ég sagðist eiga kunningja á íslandi, sem ég hugsaði gæti og vildi gera þetta fyrir Hofráðit og félagið, spurði hann, hvörs stands maðr þér væruð ? hvömig maðr ætti að borga yðr ómak- ið? hvört þér munduð vilja steinasafn á móti úr Garðafjöllum o. þessh. ? Enn ég hugsaði eptir yðar ástandi, að yðr mundi mjög lítt hugað um steinarusl úr Vanaheimi og að silfurpeningar væru yðr mikl- um mun hentugri. Til þess samt sem áðr að hvörugir þykist sviknir seinna, kom ockr saman um að velja Professor Physices 0rsted í Höfn fyrir meðalgaungumann; á ég þar fyrir eptir aftali hérmeð að biðja yðr að skrifa honum til, sem fyrst getið (og helzt með 2 skipum), hvörskonar safn þér munduð geta sendt og hvað þér viljið þar fyrir hafa. Mun hann þá gefa Hofráðinu vísbendingu og þér aptr gegnum hann fá andsvar að öðru hausti, og getið þá bráðliga sendt safnið, sé svo

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.