Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 24
IOO ar, þar sem karlmennirnir hinsvegar geta gert sig seka í mörgum heimskupörum og samt sloppið klakklaust frá þeim. Orsökin er sú, að það er svo mikill munur á afstöðu og högum karla og kvenna í mannfélaginu, sem byggist á eðlilegum og gildum ástæðum. Hafðu þessvegna gát á sjálfri þér, frekar en nokkru sinni áður, þegar ástríkir foreldrar geta nú ekki framar haft vakandi auga á þér. Þú veizt, að það yrði til að sundurmyrja hjörtu okkar, ef þú svikir þær vonir og traust, sem við berum til þín. Þú ert ung og óreynd, og þig skortir þekking á lífinu. Lof mér því að gefa þér nokkrar lífsreglur til leiðbeiningar á lífsbrautinni, sem þér mun reynast vel að breyta eftir. 1. Varðveittu guðsótta þinn. Því svo segir um guðsóttann, að hann sé nytsamur í hvivetna. Snemmvakinn guðsótti er hin hæsta vizka osfrv. Og þetta eru sönn orð, því í guðsóttanum eru í raun- inni allar aðrar dygðir fólgnar. Vanti »guðsóttann«, þá vantar líka trúna; en vanti hana, þá vantar líka vonina og kærleikann. En eins og þú veizt, þá eru það einmitt trúin, vonin og kærleikurinn, sem Páll postuli álítur mest um vert af öllum mannlegum gæðum í lífinu, og sem skilyrði fyrir öll- um öðrum gæðum (i. Kor. 13. k. 1—13 v.). 2. Vertu ráðvönd og góð, og varðveittu »sakleysi« þitt. Eins og þú sérð, er þessi regla bein afleiðing af þeirri fyrstu; því vanti þig guðsóttann, þá verður skortur á hinu hvorutveggja. Sak- leysið er bezta skart konunnar. Falleg daðurdrós er og verður aldrei annað en daðurdrós. Hún getur fengið smjaður upp úr krafsinu, en sönn virðing og ást hlotnast henni aldrei. Hún er eins og »prjál- blómið«, sem alstaðar ber mikið á og allir líta til, en sem þó fær að sitja kyrt og enginn hirðir um að taka. En saklausa stúlkan unga og siðláta er eins og »marzfjólan« eða »gleym-mér-ei«-blómið bláa, sem menn leita uppi og þykir vænt um, einmitt af því það er svo látlaust og yndislegt. — Vertu ráðvönd og góð! Gaktu oft í guðshús, vertu til altaris, stundaðu til guðs, og hann mun stunda til þín. Gleymdu aldrei skírnarheiti þínu og fermingar; því ef þú gleymdir þeim, þá værir þú hvorki ráðvönd né góð. 3. Reyndu af öllu megni að ná hylli þeirra manna, sem þú átt saman við að sælda. Ég veit, að þig langar svo hjartanlega til þess, en þér er máske ekki ljóst, hvernig þú átt eiginlega að fara að því. Ég ætla því að gefa þér dálitla leiðbeiningu. Einhversstaðar í ritningunni stendur: »Verið einfaldir sem dúfur, en þó séðir sem höggormar.« Þú getur af því séð, að einlægni á ekki ætíð við, heldur eiga hyggindi og kænska líka fullkominn rétt á sér í heimiuum. Þetta má sem sé skilja á fleiri vegu, og meiningin er að kenna oss, að það sé miður hyggilegt, að segja ætíð skoðun sína hreinskilnislega, og láta tunguna hlaupa með mál hjartans. Einn hinn mesti stjórnvitringur, sem nokkru sinni hefir uppi verið, Metter- nich gamli í Austurríki, hefir sagt: »Okkur er gefið málið til að leyna hugsuninni.« Það er allkænleg hygginda-regla, og menn verða vel að varast að breyta of oft eftir henni, en annars er gott að hafa hana í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.