Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 28
104 »Ég hef ei neitt á höndum, þótt ég geysi og hömlur engar verði mér að bið; — en dauði og eyðing eru kraftaleysi, en afl er það, sem heldur lífi við. Og ég er inni’ í hömrum hjarta fjallsins, við hjarnið dautt sem eitt um lífið slóst; og leitt ég gæti heilsu í hvamma dalsins og hita-gróður um þess kalda brjóst.« »Mig langar hins, eins lengi’ og fjallið stendur, að lyfta byrði, er þúsund gætu’ ei reist, að hvíla allar oftaks-lúnar hendur í örmum mér, sem fá ei særst né þreyzt. Og veltu mína vefa láta og spinna, minn vatna-aga lýja skíran málm, og sveita-Huldum silkimöttul vinna og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm.« »Með silfur-úðans sólskins-augna fjölda ég sá úr dalshlíð margra alda ferð, um héruð morgna og kynslóðunum kvölda, og komu-tíða sjáandinn ég verð. — Hér býð ég öllum Islands heillavættum mín öfl og fegurð, mannheims-aldra löng. Og verða skyldi’ eg auðna fram í ættum og inna af höndum bjargir við minn söng.« IV. Ur öllum þínum söng er glötuð sálin, þó segi’ eg, foss minn, kvæðið eftir þig — já, þó að inn að hjarta huliðsmálin í hljómum þínum titri gegnum mig. 6/n ’io. STEPHAN G. STEPHANSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.