Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 30
io6 Um hvaö var hún að hugsa? Um hann pabba? Veslings pabbi .... hann er úti á sjó í þessu veðri . . . . En hann er svo stór og duglegur. Bráðum kemur pabbi aftur . . — Oveðrið harðnar æ meir. Mér finst hún Grýla hljóta að vera þarna úti. Grýla, sem tekur ljótu börnin. Lætur þau í stóran poka og fer með þau og étur þau. Og upp úr þeim poka er ómögulegt að komast ... En ég er góða barnið hennar mömmu. Hefi verið svo fjarska þekkur í allan dag. Svo að Grýla getur víst ekki fengið að taka mig. En ekki var ég samt alveg ugglaus við stóra pokann .... Tröllin vóru víst líka á ferð í svona veðri. Bylurinn var hræðilegur risi. Óskaplegt ferlíki, sem teygði sig milli hafs og himins. Sópaði öllu með hvítum og köldum, flaksandi handleggj- unum. Hann gat víst líka tekið pabba og étið hann. Eða hent honum út á himinháan sjóinn . , . . En nei, það gat ekki verið. Guð leyfði það ekki. Hann vildi ekki taka hann pabba frá okkur mömmu, sem þótti svo vænt um hann. »Guð er góður, barnið mitt,« sagði mamma alt- af. Og hann var sjálfsagt miklu sterkari en risinn og Grýla til samans. Það var gott, að guð var góður. Ef hann væri vondur — mikil skelfing. Pabbi barði einusinni Sigga fyrir að sofa í hjá- setunni og týna ánum. Pá var Sig’gi slæmur . . . . En það var alveg ómögulegt að berja guð, þó að hann væri slæmur. En mamma hlaut að segja satt. Það kom aldrei svartur blettur á tunguna í henni. Og hún var svo góð — og kysti mig .svo oft, »litla, góða drenginn sinn.« — Pegar pabbi kom heim á kvöldin . . . En að mamma skyldi geta kyst hann. Svona kaldan og snjóugan. Með klakann í skegginu. Eg var hálfhræddur við hann. En þegar hann var komiun úr, þá tók hann mig á hné séri Hossaði mér hátt upp í loft. Sagði mér svo margar fallegar sögur. Af Grámanni og af Steinvöru, skessunni, sem einu- sinni bjó í hömrunum fyrir framan túnið. Eða um álfadrotning- una í Ljúflingsleiti. Sem átti voðastóran bæ. Hann sást nú raunar ekki, nema stundum. Par var engu brent öðru en jóla- kertum. Hvítum og gljáandi. Hún hlaut að vera ákaflega rík, þessi álfadrotning....... — Og hvað það var gaman að hátta í litlu holuna sína á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.