Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 37
Vegastjarna var hún þér, var þér s ó 1 í h e i ð i; þogl og vitur sómdi sér svo sem króna á meiði. í þér reyndi úrval manns okkar móðir snauða, út’ á hafi, inn til lands, andvart lífi og dauða. Örðugleikum tókstu tak, týgjaður líkt og liinir; sluppu því við bogið bak björkin þín og hlynir. Um þig greri og óx við skin afbragðs. kjarna gróður, — langa æfi vildarvin vorrar smára móður. Rækti kári sókn frá sjó samkvæmt lögum hörðum, brá sér lítt við byl né snjó bóndi í Gönguskörðum. í*ér var löngum sunnansól send með skrúð í fangi — tifaði fjörð frá Tindastól tíbrá út að Drangi. Loga þar í leiftrakveik ljós frá jarðarsporði, — okkar móðir ýmsan leik á á sínu borði. Út með Hólmi í elfum tveirn eygló vötnin gylti; dýrðarlega í draumaheim Drangey fögru hilti. Andbyr vorn og eljustríð enginn getur talið, — undir þig né iðjulýð ekki þá var malið. Tindastóls in klökka kinn kunni sólskins veiði; var í henni vegur þinn: Veðramót og Heiði. Æskan þá var eigi sjúk undan skóia vafstri; staðið yfir fé við fjúk, fært til eftir krafstri. Tvítugur varstu að hreysti og hug á hverjum dægramótum; manna tveggja maki að dug, meðan stóðstu á fótum. Róið, þótt ei gæfu grið goðmögn fjarða vorra eftir hákarl út á mið aðventu og þorra. Hér í landi þess er þörf, þar sem margur bendir: »þarna’ eru ógerð þarfleg störfU þar við sjálfur lendir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.