Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 38

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 38
Pegar af sjó og ís um of eimdi, gömlum, nýjum: sjötíu vetra söngstu lof sumarkomu í skýjum. Galstu þökk fyrir geisla og skúr gjafara lífs á hæðum, — eins og fugl fyrir utan búr elur á dýrðarkvæðum. Pó að hvelið vona valt verði oft á borði: greipstu á lofti eitt og alt, ef til bóta horfði. Lítið er sumum löndum veitt, sem láta gúlpa merkin; þú lézt gróa alt í eitt: áhugann og verkin. Látni höldur! þjóðar-þing þvílík skyldu fleiri, — tvíelleftum tannfelling tuttugu sinnum meiri. Undir þoku ellikífs af þér féllu viðjar. — Enn þá reyndar ertu lífs: andi þinn og niðjar. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. Um íslenzkan landbúnað. Eftir JÓN J. BÍLDFELL. Landbúnaðurinn er hornsteinn sá, er efnaleg velmegun þjóðanna byggist á, fremur öllum öðrum atvinnugreinum. Ekki svo að skilja, að ýmsar aðrar atvinnugreinir geti ekki verið arðvænlegar um lengri eða skemmri tíma, En það er engin þeirra eins haldgóð og landbún- aðurinn, þegar hann er rekinn með forsjálni og af kunnáttu. Afli sjávarins getur brugðist með öllu, þegar minst varir, og eru þá allir þeir, sem á honum byggja, atvinnulausir og ráðþrota. Verksmiðju-iðn- aður er oft arðsamur, sérstaklega hjá stórþjóðunum, en á honum er sá annmarki, að þegar minst varir, getur maður búist við að sjá orðið »lokað« letrað yfir dyrum verksmiðjanna, og þá líka alla þá, er þar unnu, atvinnulausa á torginu. Málmtekja er of oft eins og mýraljós, er lýsir máske í svip, hverfur svo sjónum manna, skýtur ef til vill upp aftur einhverstaðaf lengst út í heimingeimnum, til þess að lokka fjöld- ann enn þá lengra út í ófæruna; en gróður jarðarinnar heldur áfram í dag, á morgun og að eilífu; landbúnaðurinn er ábyggilegri öllum öðrum atvinnugreinum, af því að undirstaðan er traustari. Að mínu áliti er það nú ekki einasta efnaleg velmegun íslenzku þjóðarinnar, sem stendur og fellur með landbúnaðinum, heldur er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.