Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 42
118 Ekki er það heldur eingöngu hnattstaða íslands, sem gerir at- vinnugrein þessa aðgengilega fyrir landsbúa. Landkostir eru ltka góðir. Það er ýrnislegt í landinu sjálfu, sem bendir mönnum á, að það sé vel til þess fallið. Hvað er um íslenzku afréttina að segja? Hvar mundi betri eða hagfeldari bithagi? Er ekki eins og náttúran sjálf hafi sett til síðu fjalllendi íslands, með sínum skrúðgrænu dölum og silfurtæru lækjum til slíkra afnota? Þangað geta menn rekið geldneyti sín á vorin, og tekið þau þaðan á haustin, í ágúst og september, til þess að senda þau á markaðinn. En hvernig á að fara að koma þessu í lag? Mundi ekki kostn- aður sá, er slík breyting hlyti að hafa í för með sér, vera ókleifur fyrir hina fátæku, dreifðu íslenzku bændur? Jú, og þar við bætist margra alda rótgróin búnaðaraðferð, er mönnunum sjálfum veitir mjög erfitt að breyta, að minsta kosti tekur það ákaflega langan tíma. Mönnum gengur seint að fóta sig á nýjum brautum, leggja niður aðferð og siði, er þeir hafa tamið sér frá barndómi, nema því að eins, að þeir hafi góða fyrirmynd; og jafnvel þá er það erfitt. Fyrirmyndina þurfa ís- lenzku bændurnir að fá — fyrirmyndarbú. Sumir munu nú kannske segja, að þeir hafi slík fyrirmyndarbú, þar sem búnaðarskólarnir eru. En því fer fjarri, Búnaðarskólarnir hafa aldrei verið og eru ekki sú fyrirmynd í landbúnaði, sem íslenzku bændurnir þurfa að hafa. Að vísu geta bændur sent syni sína á þessa skóla, og þótt það nám hafi gefist mjög svo misjafnt, þá tel ég víst, að þeir hafi numið þar ýmislegt, sem er nytsamlegt og þarft, er þeir svo gátu sagt feðrum sínum frá, er heim kom. En það er svo margt, sem aftrar einstaklingnum frá því, að leggja út í nýmæli, sem hann sjálfur þekkir ekkert, jafnvel þótt drengurinn hans hafi lesið um þau. Efnahagurinn stendur vanalegast ekki betur en svo, að bóndinn má alls ekkert missa. Eitt mishepnað fyrirtæki getur steypt honum alveg. Þess vegna finnur hann sig ófæran til þess, að leggja út i nokkuð það, sem óvíst er. En ef hann hefði séð þetta gert með góðum árangri, hefði hann getað ókvíðinn og öruggur lagt út í það, því það var þá ekki lengur þokukendur möguleiki fyrir honum, heldur sýnileg reynsla. Eitt einasta fyrirmyndarbú, þar sem í verkinu væri sýnt, hvað hægt er að framleiða úr íslenzkum jarðvegi, rétt undir túninu, er að mínu áliti miklu meira virði fyrir íslenzka landbúnaðinn en allir búnaðarskólarnir til samans. Fyrirmyndarbú er það, sem þarf að setja á stofn á Islandi, og það á stjórnin að gera; enda finst mér það liggja henni næst, að gefa bændum fyrirmynd þá í landbúnaði, er þeir þurfa, eitt eða fleiri, eftir þvi sem hún finnur sig færa til. Hún ætti að leggja til jarðirnar og öll nauðsynleg verkfæri, kaupa kýr og naut af bezta kyni — segj- um stutthyrningakyni, á hvert bú, eins hross, hesta, hryssur og grað- hest, hentuga til slíkrar vinnu. Bú þessi þurfa að vera þar í sveit sett, er fjölfarnast er, þar sem almenningur nýtur þeirra bezt. ]?ar á að sýna, hvað jörðin á íslandi getur framleitt, þegar hún er rétt undir- búin; eins aðferðina við þá framleiðslu. Par á að sýna, að landbún- aðurinn, þegar hann er rétt rekinn, getur verið arðvænlegur, líka úti á íslandi; þar á að sýna, að í moldinni á íslandi er falið gull í full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.