Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 45

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 45
I 21 til stjórnarinuar baö hana náðarsamlegast aö senda landinu eitt »karlsvín« og eitt »kvensvín« — runi og göltur, sýr og gylta vóru ekki til í hans íslenzka orðaforða. Engin gæs var þá heldur framar til í landinu né alifuglar aðrir en fáein hæns; en ekki munu þau þá hafa verið höfð til verzlunar eða gróðabralls sem hjá Hænsa-Póri forðum. Pá var og geitfé víðast útdautt, nautgripum fækkað niður úr öllu valdi, allar skepnur meira og minna úrkynj- aðar — og mannskepnan hvað mest. En því ber ekki að neita, að síðustu áratugina hafa verið gerðar lofsverðar tilraunir til að hrinda þessu í réttara horf. Og talsvert hefir líka á unnist, svo að framleiðslan er nú orðin miklu meiri en áður að tiltölu. Eetta játar herra Bíldfell líka. Hann hefir séð það með eigin augum eftir 23 ára fjarvist. Og glögt er gestsaugað. En hann segir, að það séu ekki efnalegar fram- farir, þótt framleiðslan hafi aukist, búskapurinn batnað, túnin stækkað, ef kostnaðurinn við þetta sé meiri en arðurinn, peningar þeir, sem teknir eru til láns til þessara framkvæmda, geri ekki meira en borga vexti og viðhald. fá séu menn að tapa — fara aftur á bak efnalega. Nokkuð kann nú að vera hæft í þessu, en þó er þetta varla rétt skoðað, ef öll kurl koma til grafar. Satt mun það, að menn séu engu betur staddir efnalega, skuldirnir engu minni, heldur öllu meiri en áður. En orsökin er ekki sú, að endurbæturnar hafi ekki borgað sig, gefið meiri arð, meira í aðra hönd. Nei, orsökin er önnur, og hún er ekki ein, þær eru margar. Pó að endurbæturnar gerðu ekki meira en borga vexti og afborganir af þeim peningum, sem teknir hafa verið til láns til þeirra, þá væri það engin sönnun fyrir því, að endurbæturnar hefðu ekki í sjálfu sér gefið ákjósanlegan arð. Orsökin gæti verið sú, að lánin hefðu verið of dýr og til of skamms tíma, og árlegar afborganir því hærri en menn fengju rönd við reist. Og einmitt þannig hefir því oft verið varið með íslenzk jarðabótalán hingað til Lánsfresturinn hefir verið of stuttur og afborganirnar því of háar. Hefði þetta verið á annan veg, mundi arðurinn ekki eín- ungis hafa hrokkið til að borga lánin, heldur og gefið drjúgan tekjuauka — jafnvel með því umbótalagi og þeim verkfærum og vinnukrafti, sem nú tíðkast. En einmitt þetta gleypir of mikið af arðinum. Umbótalagið er of tafsamt og úrelt, verkfærin of einföld og lítilvirk, og vinnu-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.