Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 48

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 48
124 enn. Kúabú hafa verið aukin, mjólkurbú stofnub og smjörið sent á brezkan markað. Ekki allfá kynbótafélög hafa verið stofnuð og reynt að glæða áhuga manna og skilning í þeim efnum með gripasýningum. Mjólkurkyn kúa virðist mega bæta nægilega með innlendum kynbótum, en sláturkyn'eða holda þyrfti að fá annar- staðar að, eins og herra Bíldfell bendir á. Má vera, að herra Bíldfell sé kunnugt um alt þetta, en hon- um þyki breytingin ganga of seint. Spor séu reyndar stigin í rétta átt, en allur þorri bænda haldi sér þó enn við gamla lagið. Og þetta er satt. Og úr þessu vill hann bæta meb tillögu sinni um fyrirmyndarbúin. Og þar erum vér honum hjartanlega sammála. Nauðsyn þeirra hefir í mörg ár vakað fyrir ritstjóra Eimr., og hann hefir margsinnis prédikað þeirra »evangelíum« í viðtali við einstaka menn og líka hreyft málinu í ræðum sínum á alþingi. Hann hefir haldið því fram, að þau væru enn nauðsyn- legri en búnaðarskólarnir. Pað væru allajafna svo margir Tómasar hjá bændastéttinni, að engin tiltök væru að fá þá til að bregða af gamalli venju og taka upp nýjar aöferðir, nema þeir fengju að sjá árangurinn með eigin augum, svo að segja leggja fingurna í naglaförin. Ekki yrði heldur ætlast til, að þeir legðu út í tvísýnar og kostnaðarsamar tilraunir, sem oft gætu mishepnast í fyrstu, unz hin rétta aðferð væri fundin. Petta ættu fyrirmyndarbúin að gera, og þá mundu bændurnir brátt koma á eftir — eins og bændabýli Dana á eftir »herragörðunum«. En hann hefir enga áheyrn fengið enn. Pað hefir farið á sömu leið, eins og þegar hann fyrir rúmum áratug var á alþingi að mæla með fiskiveiðum á eimskipum í stað seglskipa. Pað var í það mund, er Englendingar vóru sem óðast að selja seglskip sín til fiskiveiða og íslendingar gleyptu við þeim, af því þeir fengu þau með lágu verði. Pá var úr landssjóði árlega veitt lán til slíkra kaupa, en ritstjóri Eimr. barðist þá fyrir því á þingi, að nokkru af láninu mætti að minsta kosti verja til eimskipakaupa. Tví ekki væri Iíklegt að seglskipaútvegurinn mundi reynast eins arðvænlegur, þar sem mesta dugnaðarþjóð heimsins væri að hætta við hann og hverfa að eimskipaútveg. En þetta fékk enga áheyrn þá. Öll lánin urðu að ganga til seglskipaskrokka, sem nú líklega fúna niður sumir hverjir, af því ekki borgar sig að halda þeim út. Og nú eru menn orðnir sannfærðir um, að eimskipaútgerðin er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.