Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 49
125 svo miklum mun arðvænlegri, að einmitt hún ein virðist eiga verulega framtíð fyrir höndum. Vér gátum ekki stilt oss um að minna á þetta í sambandi við fyrirmyndarbúin, af því hvorutveggja mun hafa verið hreyft á alþingi um líkt leyti einmitt af þeim, er þetta ritar. En hvorugt fékk þá neina áheyrn. Eimskipaútgerðin á nú nóga meðmælend- ur, og vér vonum, að sú komi tíðin, að fyrirmyndarbúin fái þá líka. Ekki ætti það að spilla, að tillagan kemur nú aftur fram úr nýrri átt, vestan úr búnaðarlandinu kanadiska og frá manni, sem vafalaust er ókunnugt um, að hana hafi fyr borið á góma. Vér teljum þantiig engan vafa á því, að búskapurinn á og þarf að komast einmitt í það horf, sem herra Bíldfell leggur til. Nautgripir eiga að verða aðalbústofninn í flestum héruðum, en jafnframt svínarækt og alifugla og nokkur fjárrækt og hesta. Og svo náttúrlega garðrækt. I einstöku héruðum á þó fjárræktin að vera aðalatriðið, þeim sem bezt eru til þess fallin og samgöngur erfiðastar. Heyfeng allan á að taka af ræktuðu landi einu, en hætta öllum ránbúskap. Óræktaðar engjar og haglendi geta brugðist algerlega, þegar hafís legst að landi og ísþoka yfir héruð, en vel ræktuð tún og akurlendi munu aldrei bregðast alveg, að- eins gefa minni arð en ella. Með þessu búskaparlagi má koma á þéttbýli og auka fólksmagnið. En af því leiðir aftur margskonar hagræði og sparnað fyrir þjóðfélagið og menningarlegar framfarir, sem nú eru óhugsandi sökum hins mikla strjálbýlis. Að þessu verður því að keppa. En hinsvegar verðum vér að játa, að vé'r þykjumst sjá miklu fleiri örðugleika á að ná þessu marki, en herra Bíldfell virðist hafa athugað. Hann virðist gera altof lítið úr kostnaðinum við hina nýju ræktunaraðferð. Satt er það að vísu, að hún verður ekki eins fólksfrek, en yfirleitt hlýtur hún altaf að verða kostnaðar- samari en ránbúskapurinn. Bóndinn þarf að leggja miklu meira fé í búskapinn, í jörðina, gripastofninn, vinnuvélar o. fl. Hvernig á hann að fá það fé? Pví þarf líka að svara. Bá gleymir og herra Bíldfell einu mikilvægu atriði: áburð- inum. Hann minnist ekkert á, hvernig eigi að fá hann í byrjun- inni. Hann virðist ætla, að nóg sé að plægja upp jörðina og sá í hana, — eins og í Manítóba. En þar hefir jörðin legið ósnert í margar aldir og fengið að safna í sig frjómagni. Á íslandi hefir hún aftur í margar aldir verið rúin því árlega og enga uppbót 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.