Eimreiðin - 01.05.1911, Page 57
133
gjarnt til að tortryggja allar stúlkur, bæði yngri og eldri, sem karl-
mennirnir hafa li'tið hýru auga.
Unga stúlkan í öðrum flokki á sér heilan hóp af vinstúlkum. sem
tilbiðja hana; hún er vanalega kát og fjörug og ávalt gjarnt til hress-
andi hlátra og æringjaskapar. — »Hún er svo skemtileg, og svo gam-
an að vera með henni«, segja vinstúlkurnar einróma.
En hún er jafngreiðvikin og hún er fjörug. Ef rigning er eitt-
hvert kvöldið, Ijær hún vinstúlkunni óðara regnkápuna sína heimleiðis.
Hana fær hún svo aftur eftir svo sem vikutíma, en þá er hankinn
slitinn og tveir af hnöppunum farnir veg allrar veraldar. Hún Ijær
með ánægju uppáhaldsbókina sína, og fær hana aftur með kaffiblett-
um á titilblaðinu, fitublettum á víð og dreif innan í henni, og svo
vantar þijátíu síðustu blöðin aftan af. En hún lætur ekki hjartagæzku
sína bila við þesskonar smávegis skakkaföll. Hún er ætíð reiðubúin
til að gera vinum sínum greiða, reiðubúin til að veija í þeirra þarfir
tíma sínum, peningum sínum, hæfileikum sínum og kunnáttu, reiðu-
búin með samúð sína og meðaumkvun, alt sitt hlýja hjartalag og gjör-
valla sál sína með allri sinni vinsemd. Hún er í einu orði að segja
eins og hún væri sköpuð til vináttu, þó vináttan hins vegar sé ekki
ætíð eins mikils virði fyrir hana sjálfa, eins og fyrir vini hennar. Upp
á hana má heimfæra það, sem segir í vísunnni frönsku:
«Ávalt þar sem einhver kyssir blíður,
annar bara vangann sinn fram býður«.
Og svo er þá loks unga stúlkan öfundsverða, sem öllum geðjast
að, bæði körlum og konum, ungum og gömlum. Hún getur verið
fögur ásýndum, en hún getur líka verið ólagleg. Hún getur verið á
öllum aldri — æskan byrjar á fimta árinu og getur stundum varað
fram yfir fertugt. Hún getur verið ákaflega smekklega búin, en hún
getur líka gengið lélegar til fara en þeir, sem einna lélegast þykja
klæddir. Ekkert af þessu gerir neitt til. Hún er samt yndisleg. Hún
er elskuleg við alla, sífelt góð og þægileg. En á móti allri blíðunni,
sem hún sigrar með hjörtun, kemur fullkomið jafnvægi af óbrigðulli
skynsemi og frábærum vitsmunum.
Vinir hennar geta reitt sig á hana takmarkalaust. Þeir finna, hve
festan í skaplyndi hennar er óvanalega mikil. Sjálf hefir hún tíðast
enga hugmynd um sína góðu eiginleika, og þau miklu áhrif, sem hún
hefir. Ef hún væri sér þess meðvitandi, mundu áhrifin ekki framar
verða söm og áður.
í’essi unga stúlka er fyrirmynd — fullkomin fyrirmynd, og sá
maður, sem giftist henni, getur gert sér vissa von um hamingju, sem
er hundrað sinnum meiri en hann á skilið. Því miður kjósa flestir
karlmenn sér heldur hina minni hamingjuna, með því að ganga að
eiga stúlku úr fyrsta flokknum, með öðrum orðum þá stúlkuna, sem
ekki er að öllu leyti ágætisstúlka.
f’ví svona eru nú karlmennirnir einu sinni gerðir. — Svo segir að
minsta kosti kvenrithöfundurinn enski.
V. G.