Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 63

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 63
i39 skilnaður í bróðernisbúningi, ættu Danir að minni skoðun miklu fremur blátt áfram að láta að óskum meirihlutans um hreint »konungssamband« — en náttúrlega án þess að útborga il/2 miljón, og án þess að Danmörk um alllangan millibilstíma héldi áfram að bera þjóðréttarlega ábyrgð á íslandi, er hún hefði að engu leyti hönd í bagga með stjórn þess. En með því að Dönum þó ekki sæmir að aflima þannig nokkurn hluta af ríkinu, fyr en það annaðhvort er sjálfum þeim í hag, eða bæði sómi Danmerkur og velferð íslands leyfir það, getur sú leið fyrst um sinn ekki komið til mála. Og þá verður ekki annað fyrir, en að reyna alt aðra leið, en Uppkastið komst inn á, — leið, sem margoft hefir verið haldið fram af hálfu íslendinga, og stundum líka verið bent á af Dana hálfu,1) sem sé að setja jarlsstjórn á íslandi. Getur reyndar vel verið, að þessi leið sé orðin nokkru erfið- ari viðfangs, eftir að Uppkastið kom til sögunnar, en hún var áður. Eftir að ísland um stund hefir haldið, að það væri í þann veginn að verða fullvalda konungsríki, og að minsta kosti að titlinum til jafnfætis Danmörku, Noregi og Svíþjóð, getur verið, að hinni sterku þjóðernistilfinning íslendinga þyki það strembið, að verða að gera sér jarlsfánann að góðu í stað konungskórónunnar. En tóm titlatog eru nú að falla í verði, og eins víst og það er, að Island með sínum 80,000 íbúum hvort sem er ekki gæti orðið jafningi Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, þó það tæki sér sama ríkistitilinn, eins gæti það líka skeð, að Islendingar vorra daga, eins og forfeður þeirra, sem ekki voru síður frægir og stoltir, kynnu að líta svo heilbrigðum augum á hlutina, að þeir kysu fremur sannarlegt frelsi, en hégómadýrðina og að verða háðir er- lendu peningavaldi, sem eflaust mundi brátt verða afleiðingin, ef staða landsins yrði önnur og meiri, en kraftar þess leyfðu. Og í raun réttri mundi jarlsstjórn á Islandi undir krúnu Dana gera ríkis- sambandið ekki aðeins ákjósanlegra fyrir Danmörku, heldur — og sérílagi — veita íslendingum sjálfum frjálsari og betri þjóðlífsskil- yrði, en þeir eftir öllum líkum að dæma, mundu geta öðlast, þó landið yrði sérstakt konungsríki eða dálítið þjóðveldi með sífeld- um flokkadráttum. Pó jarlsstjórn væri sett á fót, á líkan hátt og landstjórastjórn *) T. d. fólksþingmaður dr. L. Birck í »Nationaltidende« 16.—17. júlí 1906, sbr. einnig »Politiken« 27. júlí 1906.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.