Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 64

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 64
140 Breta, í stað þess skipulags, sem nú gildir samkvæmt Stöðulög- unum og þeim íslenzku stjórnarskrám, sem á þeim eru bygðar — því bæði stjórnarskráin 5.jan. 1874 og stjórnarskrárbreytingin 1903 hvíla á grundvelli Stöðulaganna og vitna í þau í sjálfum textan- um — yrði að sjálfsögðu engin breyting gerð á þeirri stöðu Is- lands sem dansks ríkishluta, er hlotið hefir þjóðréttarlega viður- kenning. Pví beint er þetta aðeins tekið fram í Stöðulögunum, en er náttúrlega staðreynd út af fyrir sig, hvað sem þau lög segðu, enda byggist gildi þeirra einmitt á, að svo sé. Og það mundi eflaust heldur ekki verða Islandi til góðs, að farið væri að hreyfa við þessu. Pað er því sjálfgefið, að hinn almenni fæðingja- réttur héldist áfram hvarvetna í ríkinu, og að hin almennu æðstu stjórnarvöld ríkisins að forminu til hefðu eftir sem áður æðsta valdið í öllum málefnum ríkisins, eins og þing Breta að forminu til er yfir öllum öðrum þingum í ríkinu, þó því náttúrlega í reynd- inni detti ekki í hug ótilkvöddu að skifta sér neitt af sérmálum Kanada eða Ástralíu. Um þetta þyrfti því ekkert að standa í þeim lögum, er veitti Islandi jarlsstjórn, og öll þessi fremur óeðli- lega greining á sérmálum og sameiginlegum málum í Stöðulögun- um, félli þá um koll af sjálfu sér. En afleiðingin af þessu yrði hinsvegar líka sú, að unt væri að veita Islandi hina frjálsustu sjálfstjórn — undir drottinvaldi dönsku krúnunnar — á hér um bil öllum svæðum opinberra mála. Eins og kunnugt er, geta nýlendur Breta, þegar þær hafa ráð á því, annast sjálfar strand- gæzlu sína og hervarnir, og þær geta líka veitt fæðingjarétt innan sinna endimarka; Kanada getur t. d. meira að segja, án nokk- urrar íhlutunar, gert hverskonar samninga við aðrar þjóðir, ef ekki er um bein pólitisk efni að ræða. Að þetta getur átt sér stað í Kanada, og öðrum af hinum stærri nýlendum Breta, kemur af því, að það er sjálft konungsvaldið, sem flutt hefir verið yfir hafið, með því að landstjóri Breta framkvæmir, með ráðherrum, er hafa ábyrgð fyrir þingi Kanada, í nafni konungs alt vald Breta- konungs, þegar frá eru skildar fáeinar undantekningar, þar sem ríkisvaldinu er áskilinn réttur til staðfestingar, er stjórnarathöfnin snertir alt ríkíð. Og alveg á sama hátt gæti Island með dönsk- um jarli, skipuðum af konungi, sem stjórnaði með íslenzkum ráð- herrum einum, er bæru ábyrgð fyrir alþingi, fengið ekki aðeins hina frekustu sjálfstjórn á því nær öllum sviðum opinberra mála, heldur einnig það, sem það nú vantar svo tilfinnanlega, konungs-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.