Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 67
143 breyttu ástæður nútímans, er svo sjálfgefið, að yfir því ættu engir aðrir að geta kvartað en þeir kredduskjalarar, sem engu tauti verður við komið. Ef til vill mundi slík tillaga sem stendur verða flestum ís- lenzkum stjórnmálamönnum óboðinn og miður kærkominn gestur, þeim er drukkið hafa sig ölvaða í hátíðlegum og hljómmiklum ríkisréttar-hugmyndum, svo sem málefnasambandi og konungs- sambandi við Dani, — og án samþykkis Islendinga ætti náttúr- lega ekki að gera neina tilraun til að koma slíku fyrirkomulagi á. Pað er því við búið, að sú heilbrigða og praktiska skynsemi, sem sjálfsagt líka er til á íslandi, eigi harða baráttu fyrir höndum við stóryrðaskvaldur kredduliðsins. Hinni nýuppfundnu kenningu um að Island sé frjálst og fullvalda konungsríki samkvæmt Gamla- sáttmála, verður með ákafa haldið fram gegn sérhverri tillögu um að láta ísland verða frjálst sjálfstjórnarland undit krúnu Dana. Getur meira að segja verið, að menn jafnvel í bræði mótmæli því, að setja ísland jafnfætis hinum voldugu »eignum Breta handan hafs«, — sem reyndar hafa ríkistitil, enda eru það líka í raun og veru, — með miljónum íbúa, eins og t. d. Dominion of Canada, Commonwealth of Australia og Bandaríkin í Suðurafríku, þar sem líka eru margs konar þjóðerni, og meðal þeirra ein þjóð, sem heimsveldi Breta hefir grætt og unnið, fyrst með brezkum vopn- um, en síðan með brezku frjálslyndi og hleypidómaleysi. Og einkum mundi það sjálfsagt vekja mikla mótspyrnu, að skilyrðið fyrir slíku fyrirkomulagi hlyti að verða, að Island héldi áfram að vera hluti Danaveldis, og að framkvæmd hugmyndarinnar um konungssamband, sem er svo aðlaðandi fyrir marga kreddufasta íslenzka stjórnmálamenn, hlyti að verða skotið á frest um langan aldur. En auk heilbrigðrar skynsemi ætti hugmyndin urn jarlsstjórn að geta átt von á öflugum stuðningi annarstaðar að. Paö er þá fyrst og fremst frá minningunni um Jón Szgurðsson, þar sem hann sjálfur sem foringi alls alþingis bæði 1867 og 1869 greiddi atkvæði með því, að ísland skyldi vera »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis* og hafa ríkisráð, ríkisskuldir, ríkiseignir og fæðingja- rétt sameiginlegt við Dani,1) og hann sjálfur, eins og áður var J) Sbr. ræðu Hannesar Hafsteins í neðri deild alþingis 28. apríl 1909, Alþt. 1909 B, II, 747.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.