Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 71

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 71
i47 JÓLABÓKIN II. Rvík i9io. Hún er smávaxin enn (einar 48 bls. í litlu broti), en hún er einkar snotur og hugþekk. Búningurinn hinn smekklegasti (þó enn vanti myndirnar) og efnið fyrirtak. Og alt er það líka íslenzkt, nema ein helgisaga eftir Selmu Lagerlöf, um Krist í musterinu, er hann var 12 ára. En hún er skínandi perla. Þórhallur biskup segir þar jóla- sögu frá stúdentsárum sínum á Garði og reyndar frá bernskuárunum líka, og segir vel og skemtilega frá. Þá er og einkar skemtileg lýsing á jólum í stórborg, eftir Guðmund Magnússon skáld, jólaminningar frá veru hans í Khöfn, og ennfremur 3 kvæði eftir Guðmund Guðmunds- son, Valdimar Briem (þýtt) og Matth. Jochumsson. Eru þau hvert öðru betra, en kvæði Guðmundar þó einna snjallast, gersemis-jólakvæði. V. G. SIGURÐUR ÞÓRÓLFSSON: MINNINGAR FEÐRA VORRA II. Rvík t9io. Þetta síðara bindi nær yfir tímabilið frá 1400—1874 og er að efni og niðurskipun sviplíkt fyrra bindinu (sbr. Eimr. XVII, 70); en þó ekki í eins föstu sögusniði, heldur byggingin miklu lauslegri og söguþráðurinn slitróttari, Þar er og margt tekið með af lítilsverðum smámunum, sem lítt eiga heima í sögulegu yfirliti, en hins vegar vant- ar tilfinnanlega yfirlit yfir aðaldrættina í framþróun og afturför, or- sakir þeirra og afleiðingar. En hér getur höf. haft sér til afsökunar, að bók hans hafi aldrei átt að vera regluleg saga, heldur »minningar feðra vorra«, eins og nafnið sýni. Og þetta er rétt, bókin er einmitt þetta, og er góð bók og þörf, svo góð, að margir »lærðu« menn- irnir mættu þakka fyrir, ef annað eins lægi eftir þá. Það má auð- vitað fetta fingur út í hitt og þetta, en þá má heldur ekki gleyma hinu, hve mikla örðugleika er við að stríða og hve mikla elju þarf til að rita slíka bók í hjáverkum. Og þegar þess er gætt, að höf. er hlaðinn kenslustörfum, hefir ekki notið fullkominnar skólamentunar og er búsettur uppi í sveit fjarri stærri bókasöfnum, þá getur mann ekki annað en furðað á, hve bókin hefir tekist vel, og að gallarnir skuli ekki vera miklu fleiri og stærri en þeir eru. Auðvitað eru þeir þó nokkrir, þótt vér rúmsins vegna hér látum oss nægja að benda á fá- eina hroðvirknisgalla og prentvillur, sem auðvelt hefði verið að kom- ast hjá. Þannig stendur á bls. 52: »lögreglumenn« f. lögréttumenn, á bls. 225: »Suðurjótur vildi« f. Suðuijótar vildu), á bls. 247: »Svolfd- arrímur« (f. Svoldarrímur), á bls. 226: »Kristján VIII. dó í byrjun ársins 1849« (f. i948, 20. jan.), og á bls. 237 segir, að ísland skyldi samkvæmt stjórnarskránni engan þátt eiga í löggjöf sameiginlegra mála, »svo lengi sem það hefði fulltrúa á ríkisþingi Dana« (f. svo lengi sem það ekki o. s. frv.). Þetta eru alt óþægilegar prentvillur. En til hroðvirknisgalla má það telja, er Gröndal eldri er á bls. 241 kallaður »háyfirdómari« (f. yfirdómari) og eins Vilhjálmur Finsen á bls. 249. Sama er að segja um það, er prestaskólinn er á bls. 268 sagður stofnaður 1845, en 4 bls. 225 er hann stofnaður 1847, sem og er rétt. Á bls. 254 er svo að sjá, sem Magnús Stephensen hafi gefið út iíslenzk sagnablöðc, en ekki Bókmentafélagið. Á bls. 243 er orðið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.