Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 76
i52
brotflötum og sprungum í jarðarskorpunni. Um seinni hluta ritgerðarinnar
þarf eigi að fjölyrða, það er aðeins ýtarleg lýsing allra hvera og, lauga
á Islandi og sórstaklega nákvæmlega talað um Geysi og Strokk, goseðli
þeirra og goshæð á ýmsum tímum. V. Gr.
FJÖGUR NÝ RIT UM NÁTTÚRU ÍSLANDS EFTIR ÍSLEND-
TNGA.
Um miðju 19. aldar var það í frásögur fært, hve frámunalega frábitnir
Islendingar væru allri náttvíruskoðun og náttúrurannsókn, þeir hefðu aðeins
mjög einhliða áhuga á norrænum fræðum, málfræði og sögu. Úetta hefir
mjög breyzt; Islendingar semja nú á hverju ári vísindaleg rit um ýmsar
greinir af náttúrufræði Islands, en hin yngsta kynslóð virðist fremur hafa
ólund á fornum fræðum, ritar að minsta kosti fátt eða ekkert í þeim
greinum, sem nokkuð kveður að. Úað getur verið, að þetta breytist
aftur; báðar þessar hliðar þekkingarinnar, náttúra landsins og saga þess,
ættu að vera oss jafnkærar.
Nýlega hafa 4 rit komið út um náttúru Islands eftir Islendinga og
eru öll þýðingarmikil, hvert á sinn hátt. Skal þá fyrst geta þess, sem
stærst er og yfirgripsmest, en það er fiskafræði Bjarna Sæmundssonar:
„Oversigt over Islands Fiske med Oplysninger om deres vigtigste bio-
logiske Forhold og okonomiske Betydning" (Skrifter udgivne af Kom-
missionen for Havundersogelser nr. 5) Kobenhavn 1909 8° 140 bls., með
uppdrætti af sævardýpi kringum Island. Danir hafa nú hin síðustu 20
ár starfað mjög mikið að sævarrannsóknum við Island, mælt dýptir,
strauma, sævarhita, seltu o. fl., rannsakað rek í sjónum, fiskigöngur,
hrygning fiska og lifnaðarhátt, smádýr sævar o. s. frv. Hafa rannsóknir
þessar haft mikla þýðingu fyrir vísindin, fyrir fiskiveiðar og skilning á
fiskigöngum; þær hafa kostað mikið fé, mikla fyrirhöfn og mikla starf-
semi margra vísindamanna. Það fer mjög fjarri því, að vér ísiendingar
séum færir um að framkvæma slíkar rannsóknir, þó það lægi oss næst,
því það er talin alþjóðleg skylda, sjálfsögð fj,’rir allar mentaþjóðir. að
kanna sjóinn fram með ströndunum heima hjá sér; en oss vantar fó,
skip. menn og kunnáttu og yfirleitt öll tæki til slíkra framkvæmda,
verðum því að eiga það undir góðvild annarra, að þetta sé gjört. Oss
er þó engin vorkunn að sýna lit á oss og leggja fram nokkurn skerf til
þekkingarinnar um þá náttúru, sem vér lifum af, enda hefir Bjarni Sæ-
mundsson með þessari bók og öðrum ritum sínum haldið uppi heiðri
landsins í þessari grein; hann hefir nú um langan tíma safnað til fróð-
legra skýrslna um fiskiveiðar og látið prenta þær í Andvara, hann hefir
athugað fiskitegundir og lifnaðarhætti þeirra og haldið til liaga öllum
upplýsingum, sem smátt og smátt gátu fengist um þessi fræði; með þessu
hefir hann gjört vísindunum og atvinnuvegunum mikið gagn. I bók
þeirri, er hér liggur fyrir, heíir Bjarni Sæmundsson safnað saman öllum
athugunum sínum um íslenzka tiska og lifnaðarhátt þeirra og brætt þar
saman við ágrip af rannsóknutn annarra í sömu grein; hér er því komið
í ljós yfirlit alls þess, sem menn vita um fiskalífið kringum ísland nú
sem stendur. Hin seinasta íslenzka fiskafræði var eftir Fr. Faber og
kom út 1829, og var eðlilega mjög ófullkomin; þar eru taldar 49 teg-
undir fiska; Benedikt Gröndal samdi fiskatal 1891 og telur 66 tegundir.