Eimreiðin - 01.05.1911, Page 77
i53
] fiskafræði Bjarna Sæmundssonar eru taldar 106 tegundir fiska, afþeim
eru 30 tegundir mjög algengar, 21 fremur algengar, 17 tegundir má telja
fremur fáséðar og 38 tegundir sjaldgæfar. Allir þessir fiskar hafa veiðst
við strendur Islands eða A grunnsævispallinum innan við 200 f'aðma
dýpi, en auk þess eru nokkrir fiskar nefndir, sem eiga heima 1 úthafs-
djúpinu nærri Islandi; þeir, sem nást, á djúpinu sunnan við Færeyja-
hrygginn, eru allir af suðrænum uppruna og sumir komnir sunnan úr
hitabelti, en fyrir norðan hrygginn eru eíntómir kuldafiskar, ættaðir
norðan frá heimsskauti. Fiskalífið við Island er tiltölulega mjög auðugt
af tegundum, og alt dýralííið í sjónum skipast niður eftir því, hvort golf-
straumur eða pólstraumur ræður mestu á því svæði, en meginþorri fisk-
tegunda hrygnir í volga sjónum fyrir sunnan land. I bók þessari, sem
er ætluð vísindamönnum, er fiskategundunum ekki lýst, en getið um út-
breiðslu þeirra kringum Island djúpt og grunt, um lifnaðarhætti þeirra,
hrygningu, æti, stærð þeirra á ýmsum aldri, ferðir þeirra o. fl.; einnig
er stuttlega getið um fiskiveiðar og not þau, sem Islendingar hafa af
hverri tegund. Með þessu riti hefir Bjarni Sæmundsson grundvallað
fiskifræðí Islands, og er vonandi, að bókin innan skamms komi út á ís-
lenzku með lýsingum fiskanna og helzt með myndum allra tegunda, það
þyrfti ekki að verða mjög kostnaðarsamt, enda er það svo sem sjálfsagt,
að útgáfuna ætti að kosta af almannafé, því hér er um mál að ræða,
sem hafa afarmikla þýðingu fyrir atvinnuvegi Islendinga, og sjómenn og
fiskimenn eiga heimtingu á því, að stjórn og þing veiti þeim nauðsyn-
legar leiðbeiningar, þegar þess er kostur.
Enginn hefir á seinni árum jafnmikið aukið þekkingu vora um
jurtalíf Islands og gróðrarfar eins og dr. Helgi Jónsson, og hefir hann
samið fjölda af ritgjörðum um rannsóknir sínar. Sérstaklega héfir dr.
Helgi fengist við þaragróðurinn við strendur Islands, og hefir áður ritað
yfirlit yfir íslenzka sæþara í „Botanisk Tidsskrift“ 1902—1903. Nú hefir
hann nýlega gefit út hók (doktorsdispútazíu) um þaragróðurinn: „Om
Algevegetationen ved Islands Kyster“ Kebenhavn 1910 8° 106 bls. I
þessu riti er fyrst lýst almennum lífsskilyrðum þaranna og svo útbreiðslu
hinna ýmsu tegunda með ströndum f'ram. Tegundir þær, sem hingað til
hafa fundist, eru 197; það sýnir sig eins hjá þörum eins og fiskum og
öðrum sædýrum, að tegundirnar raða sér niður eftir sævarhitanum, svo
þaragróðurinn er ait annar fyrir sunnan land og vestan í volga sjónum,
heldur en í kalda sjónum við Austurland; þar er heimskautsblær á teg-
undum og gróðrarfari. Höf. ber þaragróður Islands nákvæmlega saman
við þaragróður annarra landa norðan til við Atlanzhaf og kringum heim-
skaut, og síðan iýsir hann útbreiðslu þarategunda í fjörunni og niður á
við og að lokum skýrir höf. ýtarlega frá þvi, hvemig þarategundir skipa
sér niður í gróðrarfólög og jurtasamkvæmi, sem eru töluvert margbrot-
in; ennfremur lýsir höf. marhálmnum, hvernig hann hagar sér á Breiða-
firði og Faxaflóa. Dr. Helgi hefir með þessari bók og hinum fyrri rit-
um sínum í fyrsta sinn með fullkominni vísindalegri nákvæmni leitt í
ljós yfirlit yfir þaragróðurinn við strendur Islands, sem er ábyggilegt til
samanburðar við önnur lönd, en þekkingunni hafði áður í þessari grein
verið mjög ábótavant.
Guðmundur G. Báröarson hefir nú um stund fengist við að kanna