Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 2
2 aðili þarf sam^ykki foreldris eða annars forráðamanns, sé hann ekkí orðinn ijárráður (»myndugur«), ef vígslumaður, klerkur eða valdsmaður, þá man eftir því skilorði. Greini hjón á um samþykki til hjúskapar skilgetins barns, mundi vilji bónda skera úr. Aftur á móti ræður móðir hjúskap óskilgetins barns ófullveðja. Pá er konum að sumu leyti gjört erfiðara fyrir að giftast venzlamönnum sínum, en karlmönnum að kvongast í líkum spor- um. Pannig má ekkja ekki giftast bróður látins bónda síns án leyfis, né heldur má t. d. föður- eða móðursystir leyfislaust giftast bróður- eða systursyni. En karlmaður má hinsvegar án leyfis kvongast systur fyrverandi konu sinnar eða systur- eða bróður- dóttur sinni. Pessi munur er arfur úr lögum Mósesar heitins, enda mundi manni, er langaði mikið til að eiga föður- eða afa- eða jafnvel langafasystur sína, líklega ekki verða synjað giftingarleyfis, meðan landssjóður fær borgun fyrir slík leyfisbréf. Ekkja má yfirleitt ekki giftast fyr en ári og styzt 3 mánuðum eftir lát bónda síns, en ekkillinn þarf ekki að bíða nema 3 mánuði, styzt 6 vikur. Pessi munur stafar af gildum ástæðum. Eó gilda þessar sgildu* ástæður ekki fyrir ógiftan kvennmann í líkum sporum. , Og víkur þá máli að afstöðu konu og karls í hjónabandu Húsfreyja er sjálfráð sem bóndi. Hún ræður sér og starfskröftum sínum, þannig að bóndi getur ekki lögum sam- kvæmt knúð hana til að gjöra það, sem hún vill ekki gjöra, eða til að láta ógjört það, sem hún vill gjöra. Hann getur t. d. hvorki varnað henni að ráða sig til utanhúsvinnu, né að yfirgefa heimili þeirra. Bóndaráð yfir húsfreyju eru þannig eigi að lögum. Pó mundi það að jafnaði vera skilnaðarsök, ef húsfreyja yfirgæfi heimilió að óvilja bónda án ríkra orsaka, eða byndi sig öðrum út í frá, svo hún vanrækti heimilisstörf sín. Bóndi þarf aftur á móti því að eins á samþykki húsfreyju að halda til utanheimilis- dvalar, að sérstaklega standi á. Munur þessi helgast af því, að verkahringur húsfreyju er að jafnaði á heimilinu, en bónda venju- lega að meira eða minna leyti utan heimilis. Konur eru yfirleitt fjárráðar eftir sömu reglum og karl- menn, jafnt giftar sem ógiftar. Húsfreyja getur þó ekki, án sam- þykkis valdsmanns síns, tekið á sig ábyrgð eða meðábyrgð á skuldum bónda síns, t. d. skrifað á víxil fyrir hann, né heldur afsalað sér trygging þeirri, er hún kynni að hafa eignast í eigum

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1917)
https://timarit.is/issue/179109

Link til denne side:

Link til denne artikel: Maður og kona.
https://timarit.is/gegnir/991005417819706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1917)

Iliuutsit: