Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 4
4
lætur af stjórn þess. En þó eru til undantekningar frá ein-
ræði bónda yfir félagsbúinu.
Fyrst og fremst hefir hann, eins og þegar er drepið á, engín
umráð yfir sjálfsaflafé konunnar, sem þó heyrir til félagsbúinu.
í annan stað getur bóndi ekki, án samþykkis konu sinnar,
fargað, veðsett eða leigt með óvenjulegum kjörum fasteignir,
sem konan hefir lagt í búið þann veg, að heimildarskjölin
fyrir fasteignunum hljóða á nafn hennar. Hljóði t. d. lóðseðill
fyrir erfðri eða afsalsbréf fyrir keyptri jörð á nafn konunnar, þá
getur bóndi.ekki ráðstafað þeirri jörð einn. — Og að sínu leyti
eins getur bóndi ekki afhent, veðsett eða kvittað skuldabréf,
sparisjóðsbækur eða önnur lík v e r ð b r é f, er hlýða nafni konu
hans, án samþykkis hennar. Aftur a móti geta skuldheimtumenn
bónda gengið að slíkum fasteignum og verðbréfum konu hans, án
samþykkis hennar, en ekki að sjálfsaflafé hennar. Fasteigna- og
verðbréfavemdin er því í rauninni ekki mikils virði. — Bóndi má
heldur ekki, án samþykkis konu sinnar, gefa nokkurt ár meira
en 5°/o af skuldlausum eignum félagsbúsins. — Og loks má bóndi
ekki seljast arfsali (gefa prófentu sína) nema með vitund og
vilja konu sinnar.
Á hinn bóginn getur bóndi frjálst ráðstafað öllum ö ð r u m
eignum, er konan kynni að hafa lagt í búið, en nefndum fast-
eignum og verðbréfum, svo sem reiðufé og lausafé, og ennfremur
fasteignum og verðbréfum konunnar, sem eru ekki nafnfest henni.
Og aðrar ráðstafanir hans en gjafir og arfsal eru engum böndum
bundnar, enda báðar fágætar, og hömlurnar í þeim efnum þegar
af þeirri ástæðu marklitlar.
Hins vegar getur húsfreyja að eins í stöku falli, eða
því að eins, að alveg sérstaklega standi á, ráðstafað eign félags-
búsins eða samið svo, að samningsaðili hennar geti haldið sér að
bónda eða félagsbúi þeirra. Konan hefir á hendi innanhússtjórn
og er því talin geta ráðið hjú til óhjákvæmilegra húsverka og
með venjulegum kjörum. Og enn er hún talin geta skuldbundið
félagsbúið »til sameiginlegs gagns og sakir óhjákvæmilegra nauð-
synja*, eins og lögin orða það. En sem dæmi þess, hversu dóm-
stólar hafa skilið þessi orð í landi, sem býr við samskonar lög í
þessu efni og hér gilda, má geta þess, að kona var ekki talin
geta skuldbundið bónda sinn til að svara til skuldar hennar fyrir
tennur, er hún hatði pantað í munn sér, og tennurnar eftir því