Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 6

Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 6
6 það er 1 ö m æ 11 a skipulagið í þeim efnum. f*að rennur sjálf- krafa yfir hjónin með hjúskaparlýsingu vígslumanns, prests eða valdsmanns. En út af þessu skipulagi má breyta. Aðiljar mega gjöra það með samningi sín á milli. Sá afbrigða-samningur heitir k a u p m á 1 i. Kaupmála má gjöra jafnt eftir hjónavígslu sem á undan. Ráð- legast mundi þó að gjöra hann á undan vígslu, og það afýmsum ástæðum. Hjónaefnin þurfa þá ekkert að sækja til annarra, annað en leiðbeiuingu lögfróðs manns og þinglýsingu yfirvalds, en eru laus við konungsstaðfestingu, sem þarf til kaupmála eftir vígslu. Kaupmálinn gildir og í fyrra fallinu frá vígsludegi, en ella yfirleitt ekki fyr en frá þinglýsingardegi. Og eins og kunnugt er, snarast oft um á skemmri tíma en þeim, er gengur til þinglesturs hér á landi, einkum utan Reykjavíkur. Par fer þinglestur að eins fram á manntalsþingum, og þau eru ekki haldin nema einu sinni á ári. Og loks mætti geta þess til, að karl eða kona mundi stundum vinna það til hjúskapar, sem örðugt kynni að verða að koma á síðar. Aðiljar geta með kaupmála yfirleitt gjört þá skipun á fjármálum sínum, sem þeim kemur saman um. fannig má ákveða, að engin sameign skuli vera með hjónunum, heldur skuli hvort þeirra eiga það, sem það hefir áður átt og kann að eignast, eða svo, að sameign skuli vera um sumt, t. d. lausafé, en séreign um fasteign. Á hinn bóginn má og gjöra séreign að sameign. í»ó éru ýmsar skorður reistar við samningsfrelsi kaup- málaaðilja. Pannig er ekki hægt að þiggja sig undan löglegum fastmælum þriðja manns. Hafi faðir brúðar t. d. gefið dóttur sinni jörð með því skilorði, að jörðin skyldi vera séreign hennar, þá geta hjónin ekki breytt því ákvæði með kaupmála. En auk þess hefir löggjafinn lýst sumt ógilt, þótt í kaupmála kynni að verða sett. Þannig væri það t. d. ógilt ákvæði, að öll eign annars í nútíð og framtíð skyldi vera séreign hins, eða alt sjálfsaflafé húsfreyju undir einkaumráðum bónda. Kaupmáli getur ekki leyst bónda undan að leita lögmælts samþykkis konu sinnar til ráð- stöfunar á fasteignum þeim og verðbréfum, er hún kynni að hafa lagt í búið undir nafni sínu. Og ekki geta hjón heldur leyst sig undan lögmæltri skyldu til að framfæra hvort annað af séreign sinni, ef á þarf að halda. — í þessu sambandi má geta þess, að óhjákvæmilegt er, að kaupmálareglum sé fylgt, til þess að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.