Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 11

Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 11
Og er þá komið að olbogabörnunum — óskilgetnu börn- unum. Oskilgetið barn er að eins ættbundið móður og móðurfrændum, en ekki föður eða föðurfrændum að öðru leyti eti því, að það er kent við föður sinn, verði það feðrað, ber þá nafn hans, og annað hitt, að faðir þess er skyldur að gefa með því að sínu leyti, til 16 ára aldurs þess. Annars hvíia allar foreldraskyldur á móðurinni. Hún er skyld að framfæra barnið að sínu leyti, eftir efnum sínum og öðrum ástæðum, að fæða það og uppala og yfirleitt að búa það undir lífið, enda r æ ð u r hún ein að öllu leyti fyrir barninu. — Móðirin erfir ein óskilgetið barn, lifi hún það og láti það ekki eftir sig arfborinn maka eða nið eða arfleiðsluskrá. En andist hún á undan því, og eigi barnið hvorki maka né arfborið afkvæmi né hafi ráðstafað eignum sínum, þá erfa móðurfrændur einir barnið. Faðir og föðurfrændur erfa það aftur á móti ekki. Afstaða barnsins út á við fer algjörlega eftir högum móður þess. Pannig fer fæðingjaréttur þess, sveitfesti og sóknfesti eftir 'rétti móður i þeim efnum. Barnið erfir móður og móðurfrændur, sem skilgetið barn, nema því að eins, að móðir þess hafi verið gift og það sé svokallað h ó r b a r n, þá erfir það hvorki móður né móðurfrændur, og hafi faðir þess heldur ekki ættleitt það, og það er ekki algengt, að feður sýni óskilgetnum börnum sínum þá rækt, þá erfir barnið hvorugt foreldrið, né heldur móður- eða föðurfrændur, þótt það sé alsnautt, en foreldrar og frændur vell- auðugir. Aftur á móti getur hórkonan og hennar ætt erft barnið, lifi hún það og hafi því »þrátt fyrir alt« lánast að komast áfram í heiminum. Konukindin getur þannig beinlínis grætt á leiknum, en barnið verður að láta sér nægja skömmina og skaðann. Svona löguð er afstaða óskilgetins barns venjulega, en foreldr- arnir og jafnvel faðirinn einn getur bætt hlut barnsins. Pannig geta foreldrarnir, með því að giftast, gjört barnið að »skilgetnu« barni, og það jafnvel þó að þau gangi ekki í hjónabandið fyr en löngu eftir fæðingu barnsins. Barnið fær þá öll réttindi (upprunalega) skilgetins barns. Pá getur faðirinn og, með því einu að láta þ i n g 1 ý s a yfir- lýsingu um, að hann eigi barnið, útvegað því erfðarétt eftir sig og frændur sína, sé barnið ekki hórbarn hans, því að þá fær, það engan erfðarétt, og hvernig sem á stendur ekki nema h á 1 f a n

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.