Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 19
‘9
feir sem lágt í kirkju krjúpa,
Krists á blóði þykjast súpa,
til að gera hjartað hreint,
föllnum hel þó bróður búa, —
beinlínis að guði ljúga;
hræsna þannig ljóst og leynt.
Hví ei reyna bróður bæta,
blindar fýsnir upp að ræta,
vísa rétta veginn á?
Enginn mun svo fjandskap -
fyltur,
forhertur og eðlisspiltur,
fræ til góðs ei finnist hjá.
Sakamanns í sálardjúpi,
sektar undir klakahjúpi,
leifð mun einhver lífstaug hlý.
Samhygðar ef sólskins nyti,
svellið innra bráðna hlyti,
gróður þar svo greri á ný.
Framþróunar fjölvits andi!
fólkið leystu úr vanans bandi,
fáræðis svo forðist slys.
Leyfðu ei niðjum nýrri alda
níðingsverkum áfram halda,
rækt í nafni réttlætis.
FORSKABÍTUR.
Helga-erfi.
Meðan uppi er eikin há,
ilt er vöxt að greina,
niðr’í holti heiglu-strá
hæðarmörkum leyna.
„Biðk þik, Sváfa,
bríiðr grátattu,
ef vill minu
máli Júýða,
at þú Heðni
hvílu gervir,
ok jöfr ungan
ástum leiðir
Helga kviða Hjörvarðssonar.
Hvar sem Helgi heitinn fór,
hyggjum þó að finnum:
Eftir situr svipur stór
samt í flestra minnum.
Verða um stórleik merkis-manns
misgár ýmiskonar.
Svo fór það um haginn hans
Helga Stefánssonar.
I
Sönnu næst, að sjálfir við
sæjum, hvað hann gilti,
þegar autt varð öndvegið
okkar, sem hann fylti.
Héraðs-flokk til fremdar var —
flestum almenningi
fremra og hærra höfuð bar
hann, á hverju þingi.
Engan hóf á efstu skör
yfirborðið glæsta.
Varpar tign á kotungs-kjör
konungs-lundin stærsta.
2'