Eimreiðin - 01.01.1917, Page 22
22
og út úr hrukkunum, sem afskræma alt andlitið, má lesa sögur um
þögult og djöfullegt kaldlyndi.
þegar kínverska konan að lokum hefir náð þeim þroska, sem
hún nær, þá má líkja henni við beiskan og hálfskrælnaðan ávöxt, sem
má heita óætur. Þessum óöfundsverða þroska hefir hún náð, eftir að
hún sjálf hefir þolað margra ára þjáningar, en því næst komið sams-
konar þjáningarbagga á herðarnar á öðrum. Þegar svo er kómið
sögunni, er hún útlits eins og nú var lýst, svo að flestir hræðast hana,
líkt og ljóta vofu, sem hollast er að forðast. En þrátt fyrir alt þetta,
þá var það, »að hún hafði hárið«, þessi gamla, andstyggilega
skrælnaða kerling!
í 60—70 ár staulaðist hún áfram alla sína aumu æfi á mis-
þyrmdu löppunum sínum, og í hverju skrefi kendi hún til. Ef segja
á í stuttu máli helztu æfiatriði hennar, þá eru þau þessi, sem nú skal
greina, og sömu söguna má segja um flestar kínverskar konur:
• þegar hún fæddist í heiminn var henni tekið með önugum
orðum, fyrir það að hún var ekki drengur. Og þó hún kæmist .hjá
því, að verða drekt í laugarkerinu, eða seld mansali, eins og oft bar
við fyrrum, þá var hlutskifti hennar fljótlega ákveðið fyrirfram; þvf
fárra daga gömul var mærin föstnuð einhverju sveinbarni, og kváðu
foreldramir svo á, að þau skyldu eigast, ef þau næðu þeim aldri.
Síðan voru fætur hennar reifaðir, og hún varð að þola þær helvízku
kvalir, sem allar aðrar stúlkur urðu að þola.
Við rúmgafl húsfreyjunnar er geymdur vöndur, sem hún tyftar
með dætur sínar, ef þær skæla of hátt á næturnar og trufla svefn
hinna fullorðnu. Telpu-aumingjarnir hafa fundið upp á því, að láta
fæturna liggja upp á harðri rúmbríkinni, til þess á einn eða annan
hátt að valda sér sársauka, í þeim tilgangi, að draga úr kvölunum f
fótunum, sem eru reyrðir viðjum. Margar fá drep í fæturna, eða
blástur hleypur í þá, svo þær deyja, áður en hepnast hefir að koma
fullum kyrkingi í fæturna.
fað er ekki alstaðar í Kína, að fætur stúlknanna eru reyrðir, en
hinsvegar er það í sumum sveitum algengt, að sama jafnvel er látið
ganga út yfir stúlkurnar af lægstu vinnufólksstéttunum. í Norður-Kína
má sjá almúgakonur skrfða á hnjánum við vinnu úti á ökrunum, af
því þær þola ekki að ganga. Alls telst svo til, að það séu 70
miljónir kvenna í fvfna, sem verða fyrir þessari limlestingu fótanna,
Þegar kínverska stúlkan er sloppin við kvalirnar frá hendi móður-
innar, og hefir fengið visna leggi upp að hnjám og fjögurra þumlunga
langa sparifætur, — þá er hún fengin í hendur unnusta sínum, sem
aldrei hefur séð hana áður. Með perlusettri blæju fyrir andlitinu stígur
hún út úr brúðar-burðarstólnum, til þess að »innganga« í hið heilaga
hjónaband; en það er kallað á kínversku rósamáli: »hin unaðsríka
undirokun«.
í raun og veru eru umskiftin aðeins þau, að hún flytur frá fanga-
vist heimilisins til fangelsis hjá annarri fjölskyldu, þar sem fyrir henni
liggur að eyða næsta hálfum mannsaldri, sumpart í árlegum barn-
eignum og sumpart sem vinnuhjú tengdamóður sinnar. Hún kemur
ekki út fyrir hússins dyr, og má ekki skifta orðum við neinn karl-