Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 30
30
í hug, að danskan væri móðurmál hvorugs þeirra, þótt þau töluðu
hana bæði.
Alt í einu rauf Gazka þögnina:
»Hvað er Krig á íslenzku?*
»Styrjöld«, mælti Gunnar.
Aldrei hafði honum dottið í hug, að samtal þeirra mundi
byrja á þenna hátt.
En hún hélt áfram:
»þar sem ég er fædd og alin upp, hafa verið háðar orustur.
Nú stendur þar ekki steinn yfir steini. Allir mínir eru að líkind-
um dánir. Og ég á ekkert heimili.«
fetta kom svo skyndilega, að hann átti bágt með að finna
við-eigandi orð.
»Bræðui; mínir voru í styrjöldinni. Þeir féllu fyrir skömmu,
báðir í sömu orustunni. Peir börðust við landa sína. Pað er
hryllilegt.«
Hann sá tárin glitra í augum hennar.
»Nú getur þú víst ekki farið heim aftur?« spurð* hann.'
»Nei. En ég ætla langt burt — yfir hafið, — þangað, sem
mennirnir eru betri og frelsið meira.«
»Ef þú hugsar til að fara til Ameríku, Gazka, þá myndirðu
verða fyrir vonbrigðum. Pað er alveg eins þar.«
Hún brosti við og mælti: »Eg ætla ekki þangað, heldur til
Ástralíu. Par er gott að vera, — ennþá.«
Samtalið var litlu lengra. Gunnar festi hestana við plóginn
og hélt á^ram að plægja. Og jafnóðum og plógurinn velti
strengnum, — fæddust nýjar hugsanir, og gamlar dóu.
Eldurinn skíðlogaði á arninum.
Glugga-tjöldin höfðu verið dregin fyrir og kveikt á hengi-
lampanum. Vinnunni var lokið þennan daginn og fólkið stytti
sér stundir með að lesa dagblöðin.
Gunnar gat ekki haldið þræðinum í greininni, sem hann var
að lesa. — Gazka hafði náð tökum á huga hans.
Svo liðu dagar og vikur og þau urðu æ betri vinir.